Færsluflokkur: Bloggar
18.6.2007 | 21:39
Garðframkvæmdir
Jæja - þá er loksins komið að ýju bloggi. Ástæðan hefur ekki verið leti, öðru nær. Við höfum undanfarnar 4 vikur verið að vinna í garðinum :) og nú er þetta loksins búið :) við og nágrannarnir höfum verið mjög dugleg og unnið í hvaða veðri sem er öll kvöld og allar helgar :) og nú má sjá afraksturinn hér heima eða í myndaalbúminu :) og ekki er verra að við spöruðum mikið á því að gera þetta sjálf. Mér reiknast til að við höfum haft u.þ.b. 5.000 kr á tímann m.v. tilboðið sem við fengum með því að gera þetta sjálf :)
Yfir og út - meira síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2007 | 17:45
Enn einn útlendingurinn
Ekki alls fyrir löngu þá bloggaði ég um dóm Hæstaréttar í máli Pólverja. Nú er þetta annar útlendingurinn á stuttum tíma sem er dæmdur fyrir kynferðisbrot. óvísindaleg könnun leiðir í ljós að á undanförnum vikum þá eru 4 kynferðisbrotadómar í héraði og Hæstarétti. Tveir af þeim dæmdu eru útlendingar og tveir Íslendingar. Þessar tölulegu staðreyndir styðja mál mitt og ég held að það sé alveg sanngjörn krafa að útlendingar sem brjóta af sér á Íslandi missi öll réttindi og verði brottvísað. Ef þeir eru komnir með íslenskan ríkisborgararétt að þá verði hann tekinn af þeim.
Yfir og út - meira síðar
Þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.5.2007 | 13:21
???????? .............
..................... nú er minn alveg hættur að botna - lækkandi olíuverð á heimsmarkaði og sterk króna = lækkun á bensínverði. Eru þessir ands*%$ar ekki ennþá í bullandi samráði ? Spyr sá sem ekki veit ? En það er alveg ljóst að olíufélögin geta gert það sem þau vilja.
Yfir oog út - meira síðar
Olís hækkar bensínverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.5.2007 | 11:22
Dómsmál
Í tengslum við starf mitt þá fylgist ég með dómum, bæði héraðs- og hæstaréttardómum. Ég hef tekið eftir því s.l. ár að það eru alltaf fleiri og fleiri dómar yfir útlendingum búsettum hér á landi og svo auðvitað öll "fíkniefnaburðardýrin". Það má sjá að brotin sem útlendingar eru dæmdir fyrir eru oft mjög gróf, s.b.r. hæstaréttardómur frá því í gær yfir pólskum ríkisborgara sem misnotaði kynferðislega 13 ára gamla stúlku. Það væri athyglisvert verkefni fyrir einhvern félagsfræðinginn að kanna hlutfall dóma yfir útlendingum m.v. hlutfall þeirra hér á landi og þá er hægt að draga ályktanir á því hvort útlendingar brjóti meira af sér en Íslendingar. Mín skoðun er sú að ef útlendingur, sama hver staða hans í þjóðfélaginu er, á að missa dvalarleyfi vera brottvísað frá Íslandi, og eftir atvikum að missa áunninn íslenskan ríkisborgararétt, ef hann brýtur af sér og brotið varðar við alvarlegustu greinar hegningarlaganna.
Kristján Möller Samgönguráðherra - ég skora á þig að standa við stóru orðin frá því í stjórnarandstöðu og gera gangskör í samgöngumálum. Og ekki gleyma Höfuðborgarsvæðinu sem hefur verið svelt alltof lengi.
Yfir og út - meira síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2007 | 20:34
Vantar 1 ráðuneyti ..........
.......... þ.e. ráðuneyti Siðferðismála og sá sem er kjörinn í það embætti er Árni Johnsen. Það er athyglisvert að sameina landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti í svokallað atvinnuvegaráðuneyti. Annars verður fróðlegt að sjá hvort að Össur verði samgönguráðherra og láti til sín taka í samgöngumálum Höfuðborgarsvæðisins, ekki er vanþörf á.
Yfir og út - meira síðar
Guðlaugur Þór verður heilbrigðisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.5.2007 | 15:18
12 árum lokið ..............
........ og ný Ríkisstjórn mun taka við. Það er auðvitað ljóst m.v. úrslit kosninganna að það stjórnarsamstarf verður undir forystu Geirs H. Haarde. Sú Ríkisstjórn mun taka við góðu búi og vonandi heldur hún áfram á sömu braut. Það er ljóst m.v. yfirlýsingar Geirs að Samfylkingin er fyrsti kostur og þá verður fróðlegt að sjá hvort Ingibjörg ætlar að standa við stóru kosningaloforðin.
Yfir og út - meira síðar
Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.5.2007 | 11:40
Frábært ..............
.......................... en lögreglan mætti vera meira sýnilegri. Þetta hefur lagast mikið eftir að Lögregla Höfuðborgarsvæðisins tók til starfa með nýjan lögreglustjóra í brúnni, Stefán Eiríksson. Hinsvegar má alltaf gera betur og vonandi verður aukið eftirlit til þess að hraðakstur hverfi af götunum og ölvunarakstur deyji út.
Meira síðar - yfir og út
Lögreglan í höfuðborginni lætur mikið á sér bera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2007 | 10:20
Úrslit kosninganna
Jæja þá er þetta búið - ætli maður geti ekki verið þokkalega sáttur, stjórnin hélt velli en naumlega þó. Hinsvegar segir mér hugur svo að Geir og Ingibjörg eða Geir og Steingrímur nái saman. Sjáum til.
Hér eru úrslitin og samanburður við spánna:
B = 11,7% (frávik +2,7%)
D = 36,6% (frávik -4,4%)
F = 7,3% (frávik +1,3%)
S = 26,8% (frávik +2,8%)
V = 14,4% (frávik 2,6%)
I = 3,3% (frávik 0,3%)
Ætli það megi ekki segja það að ég hafi verið nálægt ?
Yfir og út - meira síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2007 | 12:33
Kosningaspá
Ég spáði um úrslit kosninganna - hér er spáin:
B = 9%
D = 41%
F = 6%
S = 24%
V = 17%
I = 3%
Svo er bara að sjá hver niðurstaðan verður.
Yfir og út - meira síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2007 | 09:17
Misnotkun á aðstöðu sinni
Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík fékk 2ja ára leyfi frá störfum nú í byrjun ársins til að taka við störfum hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands í Namibíu. Gott og blessað en stofnuninni stýrir Sighvatur nokkur Björgvinsson, gamall Alþýðuflokksmaður og þ.a.l. flokksfélagi Stefáns. Nú hélt ég að menn væru að vinna þarna niður frá, allavega þegar ég var þar þá var vinnudagurinn oft 10 - 12 klukkutímar og nóg að gera. En nú ber svo við í aðdraganda kosninga að Stefán Jón Hafstein er að senda tölvupósta til Íslands hvetjandi fólk að kjósa Samfylkinguna. Hann notar til þess póstlista sem hann hafði aðgang að sem Borgarfulltrúi og nefndarmaður í Menntanefnd. Tölvupóstinn fá svo kennarar o.fl. sem tengjast menntunarmálum í Reykjavík.
Þetta kalla ég að misnota aðstöðu sína. Hvet ég Sighvat til að taka í taumana og stöðva þetta og reka Stefán Jón :)
Það ætlar ekki að ganga þrautalaust að komast til Aþenu - miðinn kostar 282.900 kr eða tvenn mánaðarlaun :( það eru ekki allir á launum bankastjóra en mér sýnist að þeir miði við að allir séu það :(
Ekki meir í bili - yfir og út
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar