Færsluflokkur: Bloggar
20.8.2007 | 13:58
Hjólið komið heim :)
Þá er hjólið mitt komið heim Honda Shadow Spirit 750 nú er það geymt inní skúr þangað til ég fæ prófið
Svo er stefnan sett á að hjóla aðeins áður en það haustar og lauf fara að falla.
Annars er búið að vera mikið að gera í vinnunni - heimsókn eftir heimsókn þannig að lítill tími hefur gefist í útilegu. Við fórum í Úthlíð um Verslunarmannahelgina og svo á Dalvík á Fiskidaginn Mikla. Það var mjög gaman að renna norður og ég hitti fullt af fólki. Ekki laust við að maður sakni Dallas lítillega, allavega þegar stressið er sem mest hér í Borg.
Tfir og út - meira síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.8.2007 | 10:54
Árni Johnsen og Verslunarmannahelgin
Það eru ótrúlegar fréttir (og þó) af honum Árna Johnsen frá Vestmannaeyjum í tengslu við Þjóðhátíð. Er það ekki bara dagsatt það sem margir hafa bent á að maðurinn er stórklikkaður. Ég var mjög hissa á því fylgi sem hann fékk í prófkjörinu og vorkenndi forsvarsmönnum Sjálfstæðisflokksins í þeirr orrahríð sem dundi á Valhöll vegna framboðs hans. Þetta mál sýnir að þeir sem studdu hann í prófkjörinu höfðu rangt fyrir sér og þ.a.l. þurfum við að sitja uppi með dæmdan glæpamann á Alþingi. Að vísu ekki í fyrsta sinn en Árni á eftir að skandelísera og gera ljótari hluti en að lemja Hreim, sannið þið til.
Verslunarmannahelgin er að ganga í garð - byrjaði í nótt með mjög hvössum vindi þannig að ég og Felix urðum að fara út kl. 03:58 að bjarga verðmætum af svölunum og fyrir utan hús. Sjáum til hvernig veðrið þróast og svo sjáum við til hvert og hvort maður fari eitthvað á nýja hjólhýsinu.
Yfir og út - meira síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.7.2007 | 13:18
Skattmann !!!
Þá er álagningin komin - og aftur klúðra þeir álagningunni og leggja á mig tryggingargjald. Samkvæmt reglum þá eru sendiráð undanþegin greiðslu tryggingargjalds og þar sem minn vinnuveitandi er eitt slíkt þá reynir Skattmannn að ná því af mér með þeim afleiðingum að ég er Grumpy í dag og búinn að þurfa að tala við margt misviturt fólk hjá Skattinum
Yfir og út - meira síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.7.2007 | 14:15
Burt með þetta lið !!!! STRAX
Er ekki nóg komið af þessarri vitleysu ? Ef um einhverja Íslendinga væri um að ræða þá mætti alveg sýna þeim smá samúð, þ.e. ef þeir færu eftir lögum og reglum en eins og kom fram í Kastljósi í gær þá eru Íslendingarnir í hópnum innan við 10 :(
Það á að handtaka þetta lið, ákæra það og brottvísa - STRAX
Yfir og út - meira síðar
Aðgerðarsinnar mótmæla við álverið í Straumsvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.7.2007 | 14:37
Úlfur Úlfur (Hundur Hundur)
Það var gott að greyjið fannst - nú ættu þeir sem á spjallrásum veraldarvefsins tóku strákgreyjið af lífi að biðja hann afsökunar. Núna sér það kannski að það er betra að hafa grundvöll fyrir máli sínu, ekki bara orðróm. Þeim sem kom þessu af stað líður eflaust mjög illa núna ? Eða hvað - er það kannski tilgangurinn að sjá hversu langt og lengi er hægt að afvegaleiða trúgjarna notendur vefja eins og www.barnaland.is sem fóru hamförum um heimtingu á opinberri aftöku þessarra misyndismanna ?
Yfir og út - meira síðar
Lúkas kominn heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.7.2007 | 15:29
Burt með þetta lið
Það á að brottvísa þeim mótmælendum sem eru erlendir og brjóta lögin hér á Íslandi. Samkvæmt heimildum mínum þá voru 4 af þessum 5 handteknu í síðustu viku erlendir ríkisborgarar. Þeirra mál eiga að fá flýtimeðferð, þeir eiga að vera í farbanni og mótmæla banni á meðan mál þeirra er tekið fyrir og að lokum brottvísað eftir afplánun eða sektargreiðslu.
Ég er EKKI á móti mótmælum en þau eiga að fara fram samkvæmt lögum og þau eru skýr í Lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Mótmæli eiga rétt á sér svo framarlega sem þau séu friðsöm og ekki má beita ofbeldi.
Þessi samtök, Saving Iceland, eru ofbeldis og uppvöðslusamtök og það á að vísa þeim úr landi sem taka þátt í ofbeldisfullum mótmælum þeirra.
Myndir teknar af www.mbl.is
Yfir og út - meira síðar
Málningu slett á ræðisskrifstofu Íslands í Edinborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.7.2007 | 13:59
Alþingismenn og umferðin
Það þarf umferðarteppu, eins og þá sem myndaðist á Kjalrnesi á sunnudag í kjölfar umferðarslyss, til að Alþingismenn vakni um ástand vega í nágrenni Reykjavíkur.
Jón Gunnarsson Alþingismaður hlýtur að hafa lent í teppunni fyrst hann kvartar svona í fjölmiðlum. Hann, og aðrir Alþingismenn, ættu að hætta þessu væli og láta verkin tala. Tökum sem dæmi nýja Samgönguráðherrann, Kristján Möller. Hann var sífellt að agnúast útí Sturlu (ekki það að Sturla ætti það ekki skilið) en núna þá man hann ekki stóru orðin ??? Já, það er vandlifað og vandratað á hálu svelli stjórnmálanna.
Fyrst dagur í bóklega í gær, gekk mjög vel en síðan þegar heim kom þá bárust fréttir um að bifhjólamaður hefði látið lífið í umferðarslysi rétt við Akranes.
Yfir og út - meira síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.7.2007 | 13:41
Honda Shadow Spirit 750
Er að spá í svona hjól :) er kominn með delluna. Fer í bóklega í næstu viku, 16. og 17. og svo er bara að finna einhvern góðann sem tekur mann í þetta verklega :) þetta verður bara gaman.
Honda Shadow Spirit 750
Yfir og út - meira síðar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.7.2007 | 13:29
Sérkennileg niðurstaða
Þessi sýknudómur kemur á óvart. Í fyrsta lagi þá vill annar maðurinn ekki greina frá nafni þess aðila sem lét hann hafa bifreiðina, í öðru lagi þá á fréttin í DV stóran þátt í sýknu vegna þess að hún sagði frá gerfiefnunum og þriðja og síðasta lagi þá er það sami héraðsdómur sem sýknar mennina en hafði áður dæmt þá ítrekað í gæsluvarðhald. Hvað hefur breyst í forsendum málsins ef héraðsdómur getur sýknað mennina en samt dæmt þá í gæsluvarðhald ???
Þetta mál er alllíkt nauðgunarsýknunni um daginn, héraðsdómur hafði dæmt pólska piltinn í 3ja mánaða gæsluvarðhald en sýknaði hann svo.
Spyr sá sem ekki veit
Yfir og út - meira síðar
Sýknaðir af ákæru vegna innflutnings á 3,8 kg af kókaíni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2007 | 10:25
Kaupmannahöfn
Nú er ég staddur í Kaupmannahöfn, skrapp yfir helgina í heimsókn til bróður míns sem býr hérna. Veðrið er ekki búið að vera uppá það besta, rigning en hlýtt. Það er margt að skoða í Kaupmannahöfn og sérstaklega þegar maður hefur bíl til umráða. Ég er búinn að keyra um allt og skoða, Holmen, Löngulínu, Íslandsbryggju og Jónshús. Það er auðvelt að keyra hér en margir Danir eru ekki þeir kurteisustu í umferðinni, svína og keyra allt of hratt. Svo eru svo margir á reiðhjólum hér og hafa þeir sér akreinar. Og þeir hjóla eins og brjálæðingar.
Fasteignaverð hér er betra en heima - sem er skrýtið m.v. uppganginn hér. Svo er hægt að fá miklu hagstæðari lán hér. Það hlýtur að fara að hækka því Íslendingarnir nýríku eru allir komnir hingað. Ég var að labba á Strikinu og heyrði tal þriggja íslenskra stúlkna. Þær létu eins og þær voru einar í heiminum og sögur þeirra af bólförum hverrra annarra undanfarna daga hefðu fengið hvaða hreistraða sjómann til að fara hjá sér.
Nú var ég að tékka mig út af hótelinu og ætla að skreppa í Fiskitorfuna. Það er verslunarmiðstöð, svo liggur leiðin heim til Sigga og svo flýg ég heim í kvöld, lendi um miðnættið.
Yfir og út - meira síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar