Færsluflokkur: Bloggar

Vorið komið ?

Í dag er sól og blíða, megi allir dagar líkjast þessum. Já vorið er komið, grasið orðið grænt og blóm farin að springa út .................................... og búið að opna golfvöllinn í Grafarholti. Nú er bara að sjá hvort við verðum fyrir sama ónæði þetta sumarið og undanfarin þrjú sumur Errm þetta ríður auðvitað eki við einteyming að þetta mál skuli hafa tekið svona langan tíma en þó ekki - Umhverfissvið Reykjavíkurborgar var að vinna í þessu og sá sem var að vinna í þessu er golfari og þ.a.l. .................... þarf ekki að segja meira.

Tók þátt í óformlegri "getraun" "könnun" um úrslitin í kosningunum. Ég spáði fyrir um samsteypustjórn VG og D :) lengst til hægri og lengst til vinstri :)

Ekki meir í bili - yfir og út


Stefnuljós

Ég ætla að nota tækifærið hér og hvetja Bifreiðaumboðin að hafa stefnuljós sem staðalbúnað í bifreiðum sem þau selja en ekki sem aukabúnað. Það er alveg ljóst að notkun stefnuljósa myndi þá aukast ef þau væru til staðar í bifreiðunum því fólk velur skyggðar rúður og álfelgur frekar sem aukabúnað en stefnuljós.

Á miðvikudeginum 23. maí 2007 þá stefni ég að því að vera í Aþenu. Þá verður úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á dagskrá og mætast Liverpool og AC Milan. Eflaus er mörgum í fersku minni þegar þessi lið mættust í Istanbúl í maí 2005. Þá vann Liverpool eftir ótrúlegan leik, framlengingu og vítaspyrnukeppni. Nú ef ég kemst ekki til Aþenu þá verð ég fyrir framann Plasmann og hugurinn verður í Aþenu.

Yfir og út - meira síðar


Innlit og athygli

Í gær og í dag hefur teljarinn hjá mér tekið stórt stökk, fór uppfyrir 100 í gær og er í rúmlega 80 í dag þegar þetta er skrifað :) ég er auðvitað upp með mér með athyglina en gaman væri að sjá hvaða fólk þetta er :) og það gerist ekki nema með ritun í athugasemdir :)

 Yfir og út - meira síðar


Baugsmálið og Gests þáttur Jónssonar

Þá liggur niðurstaða Héraðsdóms fyrir og fyrir réttsýnt fólk þá er sú niðurstaða vonbrigði. Mikið hefur verið rætt og ritað um Baugsmálið óg ætla ég ekki að fara að rifja upp ákæruatriðin en með hliðsjón af þeim þá er ég hissa á niðurstöðunni.

Gestur Jónsson. lögmaður Jóns Ásgeirs, gerði sig að fífli, eða réttara sagt meira fífli en hann er í gær með ummælum sínum um dóminn. Hann vill meina það að Baugur hafi gert svo mikið fyrir Ísland og Íslendinga með lækkuðu matarverði að þá mætti horfa í gegnum fingur sér með svona "smáræði". Það verður að segja eins og er að Gestur er fullur af hroka, mannfyrirlitningu og hann lítur niður á fólk eins og hann sé yfir það hafinn og lætur þessi ummæli út úr sér. Það er hinsvegar rétt að Bónus (Baugur) hafa gert margt gott hvað varðar matarverð á Íslandi. En það var sá gamli, Jóhannes Jónsson sem gerði það. Ekki má gleyma því að Jón Ásgeir hefur verið meira áberandi í fjárfestingum utanlands og að hluta til er ákært fyrir spillingu sem tengist því.

Gest þekki ég ekki neitt utan þess að ég hef talað við hann einu sinni. Það samtal fullvissaði mig um að hann er snobbari og fífl. Ekki lagaðist það álit í fréttunum í gær. Skammast þín Gestur, og hana nú.

Ekii meir í bili - yfir og út


Aþena þann 23. maí 2007

Frábært - við komumst áfram á seiglunni og "litla" liðið komið í úrslit í Meistaradeildinni í annað sinn á s.l. þremur árum. Það yrði frábært að komast á leikinn og er ég að kanna með möguleikana á því. Ef einhver veit um miða / ferð þá má hinn sami hafa samband :)

Vinur minn er búinn að bíða í 5 mánuði eftir meðferð á umsókn um Ríkisborgararétt - ég hringdi í Dómsmálaráðuneytið í gær og var sat að umsóknin væri í ferli. Gott og blessað en hvernig stendur á því að ferli fyrir einn tekur 5 mánuði, og því ferli er ekki lokið á meðan það tekur 10 daga fyrir aðra. Jónína Bjarmarz: Skammastu þín og hafðu manndóm í að viðurkenna spillinguna og segðu af þér - það er eðlileg krafa.

Yfir og út - meira síðar


Spilling á Íslandi - skítalykt af þessu máli

Mér brá þegar ég sá og heyrði fréttir af afgreiðslu Alsherjarnefndar á umsókn tengdadóttur Umhverfisráðherra um íslenskt ríkisfang. Það er alveg ljóst að reglur voru þverbrotnar og umsagnir lögreglu og Útlendingastofnunar voru algjörlega hundsaðar. Svo kemur einn þingmanna og meðlimur í Alsherjarnefnd, Guðrún Ögmundsdóttir, fram og segir ekkert óeðlilegt við þetta, hún muni ekki málavöxtu né megi tjá sig um einstök mál. Umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz "lætur" ekki ná í sig til að fá hennar hlið á málinu :(

Ég segi hér og skrifa; "Það er skítalykt af þessu máli" - svo eru Fransóknarmenn hissa á því að fylgið hrynji af þeim - mér finnst að þetta mál verði endurupptekið og þessi umrædda tengdadóttir verði svipt Ríkisborgararétti.

Yfir og út - méri síðar


Meistaradeildin í kvöld

Spennan magnast - í kvöld mætast Chelsea og Liverpool í fyrri undanúrslitaleiknum í Meistaradeildinni. Leikurinn, sem tekur 90 mínútur, ræður miklu um hvort liðið kemst áfram. Hinsvegar er athyglisverður "leikurinn" sem leikinn er í blaðaviðtölum og í sjónvarpi á milli "Stjóranna", þó sérstaklega ummæli Mourihnio þar sem hann kvartar undan meiðslum og leikbönnum. Það er þó alveg ljóst að Liverpool hefur sinn skerf af meiðslum en gulu spjöldin koma einungis ef menn leika óheiðarlega. Þannig að Móri ætti að líta í eigin barm !!!!

Kosningarnar verða áhugaverðar - fylgi Sjálfstæðismanna virðist vera nokkuð stöðugt í skoðannakönnunum, nokkuð ofan við kjörfylgi. Það sýnir árangurinn að koma svona vel út úr skoðanakönnunum en athyglisvert hvernig Framsóknarflokkurinn kemur út. Það er allavega umhugsunaratriði fyrir spekúlanta. Hinsvegar finnst mér þetta flóð af skoðanakönnunum eyðileggja aðdraganda kosninganna því úrslitin eru svo nálægt.

 Yfir og út - meira síðar


Allt og ekkert

Það styttist í kosningar og nú koma frambjóðendur í ýmsum litum og keppast við að mæra sig og sína stefnu. Það er hjákátlegt að sjá frambjóðendur Frjálslyndra að reyna að fá fólk til að skilja orð varaformanns þeirra öðruvísi en rasisma, Samfylkingarfólk talar um skipbrot í efnahgsmálum en hafa svo engar lausnir á takteinum um hvað mætti fara betur og Vinstri Grænir, hægri snú eða hvað, þeir keppast við að telja fólki trú um að það sé nauðsynlegt að stöðva alla framþróun á Íslandi til að við getum búið við áframhaldandi hagsæld ?????

Ég er með hugmynd sem leysir samgöngu- og atvinnumál í einum pakka. Við gröfum hálendið upp og sléttum það, flytjum efnið niður í Bakkafjöru og búum til brú til Vestmannaeyja og staðsetjum túrbínur í stíflunni / brúnni sem aftur framleiðir rafmagn fyrir álverin sem við setjum á flatlendið á fyrrum hálendinu :) hvað finnst ykkur ?

Nú eru 3 vikur í að GR menn byrja á vellinum. Það verður fróðlegt að sjá hvort þeir ætli að brjóta lög fjórða árið í röð ? Spyr sá sem ekki veit.

 Yfir og út - meira síðar


Bruninn í Miðbænum og annar bruni

Reykjavík brann í síðustu viku. "Gömul" hús urðu þar eldinum að bráð og fóru mikil verðmæti forgörðum, bæði peningaleg og menningarleg. Peningaleg verðmæti get ég fallist á en ekki menningarleg. Þessi hús eru eins og hamarinn hans afa míns, rúmlega 200 ára gömul, það hefur bara verið skipt um haus tvisvar sinnum og skaft þrisvar sinnum.

Þó mér líki ekki við Hrafn Gunnlaugsson þá kom hann með stórskemmtilega hugmynd núna um helgina, nefnilega að byggja upp úr rústunum turn, svona 50 hæða. Góð hugmynd og mynd hún eflaust lífga uppá gráan miðbæinn.

En nú að hinum brunanum - klósettskúr við golfvöllinn í Grafarholti brann, einhver ódáninn kveikti í honum, ekki gott. En mér brá þegar formaður GR kom fram í fjölmiðlum og sagði tjónið vera 12 milljónir kr. ???? Ef þetta væri venjulegt klósett þá væri tjónið ekki svona mikið, sennilega er þetta sérgullslegnar setur fyrir snobbrassana í GR - meira um það síðar en eins og sumum er kunnugt um þá hef ég eldað grátt silfur við firsvarsmenn GR s.l. 3 ár. Nú bíð ég bara eftir því að vera kallaður til yfirheyrslu með réttarstöðu sakbornings vegna íkveikju :) Nú og ef verðmætamat formanns GR er rétt þá er eignin mín þarna í Holtinu metin á 350 milljónir, hefur einhver áhuga ???

Yfir og út - meira síðar


Til hamingju KRingar

Loksins þá var einokun Suðurnesja í körfuknattleik hrundið - KRingar urðu Íslandsmeistarar í hreint út sagt mögnuðum leik. Þessi úrslitakeppni og umgjörðin utan um hana er hreint út sagt frábær - handboltinn er hundleiðinlegur eftir að þeir breyttu sínu úrslitafyrirkomulagi en ég fótboltaáhugamaðurinn er farinn að horfa á og fylgjast með körfuknattleik :)

Skotárásin í Bandaríkjunum í dag kom eins og reiðarslag en samt ekki - hvergi er almenningsbyssueign jafn algeng og í Bandaríkjunum og í landi sem er með svo marga andstæða póla þá hlýtur eitthvað að láta undan. Svo er stjórnunin á landinu ekki uppá marga fiska - en þetta er sorglegt :( Bandaríkjamenn verða að fara hugsa sinn gang með þessa byssueign annars heldur þetta áfram vegna þess að það er fullt af vitleysingum þarna úti sem vilja komast á forsíðurnar og gera hvað sem er til að geta það.

Yfir og út - meira síðar


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Björn Zoéga Björnsson
Björn Zoéga Björnsson
Snillingur  allavega að sögn annarra
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband