Færsluflokkur: Bloggar

Kosningar

Það fer nú ekki framhjá neinum að það eru að koma kosningar - það er nú ekki langt síðan að íbúakosning um deiliskipulagið í Hafnarfirði fór fram. Andstæðingar Álversins höfðu uppi stór orð um atvinnumál og sögðu að það væri nóg af fyrirtækjum sem vildu flytja í Hafnarfjörð ef Álverið yrði ekki stækkað. Nú er búið að hafna deiliskipulaginu hvað svo sem verður með stækkun innan núverandi athafanasvæðis Álversins. En hvar eru efndirnar hjá andstæðingunum, hvorki heyrist hósti né stuna og ekkert gerist.

Er þetta ekki það sama hjá þeim stjórnmálaflokkum sem segja að frekari stóriðja eigi ekki rétt á sér, það bíði sprotafyrirtæki í röðum að setja upp starfsstöðvar. Hljómar vel en þegar á hólminn er komið, eins og í Hafnarfirði, þá mun ekkert gerast, þetta eru bara innantóm orð þeirra sem þrá að komast í Ríkisstjórn til að "stjórna" eftir að hafa verið 12 ár í kuldanum.

Ég vil að Sjálfstæðisflokkurinn haldi áfram um stjórnartaumana. Þeir eru auðvitað ekki fullkomnir frekar en einhver annar en síðustu 12 ár höfum við upplifað mikinn hagvöxt, lítið atvinnuleysi og stöðugt efnahagslíf. Draumastjórnin er Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Grænir en þá þurfa þeir Grænu að bakka með stóriðjustoppið, sem Steingrímur mun gera til að komast í Ríkisstjórn.

Sjáum til þann 12. maí 2007

Yfir og út - meira síðar


Hvílíkt bull

Það ríður ekki öll vitleysan við sama einteyming Gasp nú er búið að flytja mig hreppaflutningum úr Reykjavíkurkjördæmi norður í Reykjavíkurkjördæmi suður - ekki var ég spurður álits á þessum hreppaflutningum, nei þessu er bara breytt sisvona. Nú þarf ég að kjósa "annað" fólk til starfa fyrir mig og það fólk sem ég hef starfað með og kosið er í öðru kjördæmi. Þetta er ekki nógu gott og ég vona að þetta verði endurskoðað hið fyrsta. Og hana nú.

 

Yfir og út - meira síðar


mbl.is Ný skipting Reykjavíkurkjördæmanna ákveðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært

Þetta er frábært framtak Smile  en hvað er vistvænn bíll ? Ég er á Yaris - fellur hann undir þessa skilgreiningu ? Ég þarf að slást við stóra USA jeppa sem taka 2 stæði Shocking  um stæði hér í Miðbænum - nú þarf Umhverfisformaðurinn að skýra betur hvað hann á við með þessu og hætta að tala í svona hálfkveðnum vísum.
mbl.is Ókeypis í bílastæði fyrir vistvæna bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fuerteventura - dagur 5

Forum i biltur i gaer - tetta er nu meiri audnin herna - nokkur hus a stangli og ekki stingandi stra. Minnti mig a Namibiu en tar sem er vatn tar graer :) en vid keyrdum til gomlu hofudborgarinnar, tar voru 10 hus og tad 11ta i byggingu :( i dag er thokkalegt vedur, sol og litill vindur. Forum i sma biltur i dag :)

 

yfir og ut - meira sidar


Dagur 3 - Fuerteventura

Tha we thad thridji dagurinn, vedrid hefur verid skrytid, vindur og halfskyjad en thratt fyrir thad er alveg haegt ad vera i solbadi og fa lit. Thad verdur ad segjast eins og er ad maturinn her faer ekkki goda einkunn :( kjotid er seigt og hamborgararnir ery vondir. Thad er helst kjuklingurinn sem er i lagi. Vid erum ad fa bilaleigubil a eftir og aetlum ad keyra um eyjuna. Hun er ekki stor, naeststaerst af Kanari eyjunum en thad verdur gaman ad keyra um og skoda.

Meira sidar - yfir og ut


Dagur 1 - Fuerteventura

Dagurinn byrjadi agaetlega en nuna eftir hadegi byrjadi ad rigna :( thannig ad nu veit madur ekki hvad a ad gera - kannki ad fara i solbad i rigningunni :) solin her er vist svo sterk ad madur faer brunku i hvernig vedri sem er :) annars faum vid bilaleigubil a fostudaginn og aetlum ad keyra um eyjuna - hun er litil en margt haegt ad skoda.

 

Meira sidar - yfir og ut


Kanarííííí á morgun

Cool já þá er það Kanarí á morgun, brottför kl. 07:00 í fyrramálið Smile ég skal reyna, til að koma til móts við fjölmarga aðdáendur nær og fjær, að blogga reglulega þ.e.a.s. ef ég kemst í tölvu Wink

Annars er lítið að gerast á Klakanum - veðrið búið að vera leiðinlegt og þ.a.l. er maður ekki mikið úti við - svo þegar ég kem heim frá Kanarí þá tekur við annað frí Smile páskafrí Smile

Yfir og út - meira síðar


Samgöngur

Ekki alls fyrir löngu þá hafði samgönguráðherra "skrípið" stór orð um tvöfaldanir og mislæg gatnamót. Síðan eru liðnir nokkrir mánuðir og ekki bólar á neinu Frown engar gröfur byrjaðar að grafa á Suðurlands- eða Vesturlandsvegi Frown framkvæmdaraðilar á Reykjanesbrautinni gátu og geta klárað miklu fyrr en Vegagerðin vildi ekki greiða þeim flýtifé - nú er verið að setja Tröllatunguheiði í útboð og þar er hægt að bjóða flýtifé Frown þetta er mjög skrýtið !! að láta nánast fullgerðan veg bíða, veg þar sem að meðaltali fara u.þ.b. 6000 bílar / sólarhring á móti Tröllatunguheiði sem er fáfarnari en að sama skapi þörf og frábær samgöngubót, eins og tvöföldun Reykjanesbrautar. Ég vil sjá framkvæmdir og það strax Smile

Yfir og út - meira síðar


Allt og ekkert

Það er svo mikið um að vera að maður veit ekki hvar skal stinga niður penna - allavega er hægt að byrja á Stöð 2 - nú eru þeir að læsa Sirkus og jafnframt ætla þeir að hækka áskriftargjaldið um 500 kr/mánuð Pinch þannig að núna ætla ég að senda fólki óumbeðið gíróseðla fyrir að anda að sér útblæstrinum úr bílnum mínum Woundering

Reykjavíkurborg og allar "hennar" undirstofnanir - það ærir óstöðugan að eiga við Skipulags- og Byggingarsvið Sick það er hægt að gera hvað sem fólki sýnist hvað varðar breytingar á húsum og nánasta nágrenni án þess að sækja um leyfi - svo þegar þeim er bent á það með formlegum hætti þá vinna þeir með hraða snigilsins Blush

Og í dag þá varð ég opinberlega eigandi að Álfkonuhvarfi 53 Smile skrifaði undir kaupsamninginn í dag Wink það er verið að þrífa íbúðina í dag svo á morgun byrja ég ásamt brósa að vinna þarna Cool þeir sem vilja styrkja þetta verkefni hjá mér er bent á bankareikninga í mínu nafni, ég kann ekki við að senda óumbeðna gíróseðla Shocking

Yfir og út - meira síðar


Sýn og Enski boltinn

Mikið slúður er í gangi hvað varðar útsendingar á Enska boltanum. Sumir segja að útsendarar frá "mömmu" (hverjum datt þetta nafnskrípi í hug) hafi farið víðreist um landið og boðið 12 mánaða bindisamning (nei ekkert sex í tengslum við það) á Sýn enda yrði Enski boltinn þar næsta keppnistímabil. Svo koma aðrir og segjast hafa áræðanlegar heimildir fyrir því að ný sjónvarpsstöð verði stofnuð um Enska boltann. Þetta er allt gott og blessað því á endanum þá svarar kúnninn hvort það gjald sem hann þarf að greiða sé sanngjarnt eður ei. Skora ég á 365 menn að koma með vitræn svör og verð svo fólk geti farið að ákveða sig. Ég er t.d. kominn með gerfihnattadisk, vantar bara afruglarann Smile

Í gær átti yngsta dóttir mín, hún Kristjana Erla afmæli Smile til hamingju með það aftur Wink Oddný Björk, sú elsta stóð sig eins og hetja og töfraði fram kræsingar, kökur og brauðtertur Cool takk fyrir það Oddný mín - það mættu margir og var mjög gaman.

 Í dag er afmælisbarnið á Borgarspítalanum í nefaðgerð, hún fæddist með bein í nefinu í orðsins fyllstu merkingu og á núna að reyna að fjarlægja það. Þetta er önnur aðgerðin Frown því sú fyrri misheppnaðist. Gangi þér vel Kristjana mín Heart

 Yfir og út - meira síðar


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Björn Zoéga Björnsson
Björn Zoéga Björnsson
Snillingur  allavega að sögn annarra
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband