Færsluflokkur: Bloggar
20.3.2007 | 09:05
Hótel Saga - A.K.A. Hótel Sex
Það er skammt stórra högga á milli á Hótel Sögu. Eða væri hægt að segja Hótel Sex ? Klámráðstefnunni var úthýst, ungri stúlku var nauðgað þar og brasilísk vændiskona handtekin þar.
Það yrði nú að æra óstöðugan að ræða meira um klámráðstefnuna, svo vitlaus var sú ákvörðun að meina þeim gistingu. En varðandi nauðgunina þá kemur það mér spánskt fyrir sjónir að þessir aðilar hafi verið þar. Það er jú 20 ára aldurstakakmark á vínveitingahús, en hvar voru dyraverðirnir og salernisgæslan sem á að vera á svona "flottu" hóteli ?? Spyr sá sem ekki veit.
Hitt málið með vændiskonuna - það skal enginn segja mér að starfsmenn hótelsins hafi ekki vitað af því hvað hún var að gera þarna !!! Þannig að tvískinnungurinn hjá henni Hrönn Greipsdóttir hótelstjóra er augljós og Bændasamtökin styðja þetta
Þ.a.l. krefst ég þess að á hverri bændagistingu verði boðið uppá þá sjálfsögðu þjónustu að geta fengið morgunmat og eina "mellu"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.3.2007 | 13:04
Tíðindalaus helgi
Þá er mars rúmlega hálfnaður - þetta er lengsti mánuðurinn vegna þess að það eru engin frí, nema þegar páskarnir eru í mars.
Formúlan byrjaði um helgina, kappaksturinn var tilþrifalítill en það verður gama að fylgjast með baráttu Alonso og Raikonen á þessu tímabili.
Liverpool lék um helgina og var leikurinn tilþrifalítill og engin skemmtun. Ég skil ekki hversvegna Gerrard fær ekki að spila sína stöðu hann er einfaldlega besti miðjumaður Englendinga og á að fá að vera í sinni frjálsu stöðu fyrir aftan sóknarmennina á miðjunni. Vonandi tekst okkur að ná 4ja sætinu, jafnvel því 3ja, þó það sé fullmikil bjartsýni.
Ég geri ráð fyrir að skrifa undir kaupsamning á Álfkonuhvarfinu núna í vikunni. Það hefur verið eitthvað álag á Íbúðalánasjóð þannig að afgreiðslan hefur tekið lengri tíma en búist var við. Við fórum að skoða í gær, ég, Kristjana Erla og Felix.
Skrifið endilega "komment" svo ég viti hvort einhver lesi þetta og hvort að það sé skemmtilegt að lesa þetta
Yfir og út - meira síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.3.2007 | 11:12
Stórgjöf
Þó seint sé þá má ég til með að hrósa stórhug Sparisjóðs Svarfdæla með þá gjöf til íbúa Dalvíkurbyggðar að gefa þeim 1 stk Menningarhús. Þetta er alveg frábært framtak og sýnir stórhug. Ég man vel, meðan ég bjó á Dalvík og starfaði þar, þann góðvilja hjá Friðriki sparisjóðsstjóra í garð okkar í Stýrimanna- og Fiskvinnsluskólanum. Ef það þurfti að redda einhverju þá var leitað á náðir Friðriks. Einnig voru fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækin okkur velviljuð.
Ef þessi gjöf Sparisjóðsins er heimfærð uppá Höfuðborgarsvæðið þá myndi hagnaður bankanna, með aðalstöðvar hér í Reykjavík, fara langt með að útrýma dvalarheimilisvanda aldraðra, byggja eins og eitt tónleikahús, leysa umferðahnútavandann og svo væri alveg eftir bland í poka fyrir öryrkjana. Ég hvet bankana að láta okkur njóta góðs af hagnaðinum eins og Sparisjóður Svarfdæla.
Til hamingju Dalvíkingar
PS. Mig langar nú oft aftur norður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2007 | 14:12
Drátturinn
Í upphafi tek ég það fram kæru femínistar að fyrirsögnin vísar á engan hátt í neitt kynferðislegt, það var verið að draga í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar
Mínir menn drógust á móti PSV Eindhoven. Fyrir þá sem ekki vita þá er PSV liðið styrkt af Phillips, sjónvarps- og hljómtækjaframleiðandanum. Úppppssss það er hægt að horfa á klámmyndir í sjónvarpi og þ.a.l. er ég að stuðla að klámvæðingu með því að tala um sjóvörp - skamm skamm
Nú er stefna tekin á Liverpool borg þann 11. eða 12. apríl n.k. Vonandi tekst mér að útvega mér miða og svo er bara fyrir Liverpool að fara alla leið. Ég er á lista hjá UEFA varðandi miða á úrslitaleikinn í Aþenu þann 23. maí það væri óneitanlega gaman ef Liverpool færi alla leið og ég með miða
Næsta ferðalag er Kanaríeyjar þann 27. mars n.k. Förum við, ég og hinn helmingurinn til Fuerteventura og verðum þar í viku það verður bara gaman, Pina Colada við sundlaugina á daginn og Cuba Libra á kvöldin
Ég var að kaupa íbúð í Álfkonuhvarfi - búið að samþykkja tilboðið og geng frá kaupsamning í næstu viku - ég ætla að reyna að setja inn mynd en kann ekkert á þetta drasl, sjáum hvað gerist.
Yfir og - meira síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.3.2007 | 10:43
Kynningarblað Smáralindar
Það er að æra óstöðugan að lesa umfjallanir þessarra femínista á bloggsíðum landsins þessa dagana. Það nýjasta er forsíða kynningarblaðs Smáralindar þar sem einni konu, Guðbjörg Hildur Kolbeins, finnst myndin á forsíðunni vera klám. Ég mótmæli því harðlega, sem skattborgari, o.þ.a.l. borga ég henni laun að vera með svona bull. Er ekki lag að lögsækja afa okkar og ömmur og mömmur og pabba fyrir að taka myndir af okkur nöktum á gæruskinni í "gamla" daga ??? Það ætti frekar að gegnrýna hvað þessi vitlausa kona segir á bloggi sínu; "Á forsíðunni má sjá unga stúlku á háum hælum í velþekktri stellingu úr klámmyndum. Hún er tilbúin til þess að láta taka sig aftan frá. Með munninn opinn býður hún lesendum af karlkyni að setja skaufa sína upp í sig." tilvitnun lýkur. Sjá http://kolbeins.blog.is/blog/kolbeins
Mér finnst þetta vera meira klám en það sem lesa má úr þessarri mynd, skammast þú þín Guðbjörg Hildur Kolbeins og skammast þú þín Háskóli Íslands fyrir að hafa svona manneskju á launum við að elta uppi svona vitleysu.
Yfir og út, meira síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.2.2007 | 10:55
"Klám"ráðstefna
Það er alveg merkilegt að þegar spurðist út að það ætti að halda ráðstefnu hérna á íslandi þar sem þátttakendur væru fólk úr klámiðnaðinum að þá varð allt vitlaust. Það er nú svo að það má ekki gefa sér það fyrirfram að þetta fólk ætli sér að brjóta lög og allrasíst er ég að mæla með því. En það er ekki búið að fremja glæpinn fyrr en búið er að fremja glæpinn.
Nú rísa upp aðilar sem vilja láta athuga þetta fólk. Þetta sama fólk sem vill láta athuga fyrirhugaða ráðstefnugesti var, ef ég man rétt, á móti stofnun Greiningardeildar hjá embætti Ríkislögreglustjóra !!! Og nú vill þetta sama fólk láta athuga þetta fólk sem hugsanlega kemur til Íslands !!! Er þetta ekki tvískinnungur ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2007 | 10:28
Don't do the crime if you can't do the time
Þá eru bara tveir dagar þar til ég fer til London það verður gaman að sjá formið á Liverpool mönnum núna eftir sætan sigur á Chel$ki í kvöld er fyrsti leikur okkar í milliriðlinum, mótherjarnir eru Túnis - nú er bara um að gera að vanmeta þá ekki eins og Íslendingarnir vanmátu Úkraníu
Það er af nógu að taka í fréttum undanfarið - það sem hefur pirrað mig er að það virðist vera kennd mismunandi stærðfræði hér á Íslandi - hvernig ??? Nú 2/3 af 5 ára fangelsisdómi er 3,3 ár - Ágúst barnamisnotari var dæmdur í 5 ára fangelsi í desember 2004 - þannig að 2005 + 2006 = 2 ár - samt er hann laus og í vinnu þó að hann búi á Vernd - samkvæmt íslenskum lögum þá er hægt að fá reynslulausn eftir afplánun 2/3 af dómi. Þannig að stærðfræðin hjá Fangelsismálastofnun er ekki sú sama og ég lærði "Don't do the crime if you can't do the time"
Krafan er einfaldlega sú - burt með þessa glæpamenn af götunum !!!!!!
Ekki meir í bili - yfir og út
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2007 | 14:14
Handbolti og hrakfarir Sjálfstæðisflokksins
Frakkland - Ísland í gær var hreint út sagt ótrúlegur leikur, allt gekk út á leikgleiðina og skemmtun fyrir áhorfandann. Ég held hinsvegar að þetta hafi verið planað hjá Alfreð :) hvernig ?? Nú auðvitað að tapa fyrir Úkraníu og vinna svo Frakkana og taka 2 stig með sér í milliriðil, er það ekki alltaf svo að þegar takmarkinu er náð (með sigri á Úkraníu værum við komnir áfram) og þá væri leikurinn við Frakka ekki "eins" mikilvægur ???
Árni Johnsen í annað sætið, það er með ólíkindum að Sjálfstæðismenn skuli gera þetta, þó að Árni hafi fylgi í Suðurkjördæmi þá mun fylgið hrynja á landsvísu - ekki gott mál, eiginlega "tæknileg mistök" - en þau mega víst alveg eiga sér stað.
Ég er að fara til London á föstudag og á þriðjudagskvöld er stefnan tekin á Upton Park til að sjá West Ham og Liverpool. Ég fer einn í þetta skiptið en læt mér auðvitað ekki leiðast því ég er orðinn nokkuð heimavanur í London.
Yfir og út, meira síðar :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2006 | 15:47
Hálfvitar
Já það er ákvðinn hópur ökumanna hálfvitar. Öll þessi banaslys og samt keyrir fólk eins og vitleysingar. Í gær var ég úti að keyra með dóttur minni. Vorum við að sækja um æfingarakstur fyrir hana. Notaði ég tækifærið og fræddi hana um umferðina og fleira. "Sjáðu Kristjana, nú er komið gult ljós og þá skal stöðva" sagði ég við hana - ég stöðvaði og rautt ljós kom. Skipti engum togum að bíll á hinni akreininni hélt áfram, yfir á rauðu og í veg fyrir bíla sem komu þvert á. Bjargaðist þetta einhvern veginn en littlu mátti muna.
Slysið á Vesturlandsvegi vekur upp margar spurningar. Hvað er að fólki sem virðir ekki lokanir lögreglu og veður yfir slysavettvang á 38" jeppunum ? Minir mig á slysavettvang sem ég kom að fyrir 2 árum síðan. Þar hafði strætisvagn ekið á gangandi vegfaranda og lá konan í götunni. Ég var að hlúa að henni, kanna lífsmörk og tala við Neyðalínuna til að gefa þeim nauðsynlegar upplýsingar. Þá er pikkað í mig og voru það strætisvagna bílstjórar og skipuðu þeir mér að færa bílnn minn ( sem var lagt til að vernda slysavettvanginn), þeir þyrftu að halda áætlun. Og svo vildu þeir færa strætisvagninn sem olli slysinu til að geta látið hann halda áætlun áfram. Ég var með 2 Bandaríkjamenn með mér sem fylgdust með úr fjarlægð. Eftir að allt var afstaðið þá lýstu þeir undrun sinni á skeytingarleysi og sinnuleysi og ókurteisi Íslendinga :( Góð landkynning það eða hitt og heldur.
Einn góður félagi minn sagði að það eina sem þýddi væri "Zero Tolerance" þ.e. hækka allar sektir og viðurlög við umferðarlögum, gera ákveðin umferðarlagabrot að hegningarlagabrotum og senda fullt af lögreglumönnum útá götu og framfylgja þessu. Eftir 11. september þá var þetta gert við auknum glæpum og það bar árangur. Fjölga lögreglumönnum og sekta duglega, fyrir að gefa ekki stefnuljós, fyrir vanbúnar bifreiðar, fyrir réttindaleysi, of hraðann akstur og taka vel til. Þá mun árangurinn ekki láta á sér standa.
Yfir og út - meira síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.12.2006 | 10:11
Af nógu að taka..................
...................................í þjóðmálunum. Fyrst ber að nefna úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli gegn Oliúfélaginu Ker (Esso). Það var ekki nóg að stefnandi hafði allar kvittanir tiltækar og gat sannað mál sitt. Nei hann þurfti dómskvadda matsmenn, sem "by the way" hefðu kostað meira en sú upphæð sem krafði Ker um. Þannig að það er rétt sem kom fram um daginn að það er ekki sama Jón og Séra Jón þegar kemur í réttarsal :(
Þar sem ég er nýbyrjaður aftur að blogga þá hef ég ekkert tjáð mig um Árna Johnsen og þá súru staðreynd að hann sé að fara aftur á þing. Mikið eru Sunnlendingar siðblindir að veita þessum manni brautargengi. Það má hinsvegar ekki gleymast að Árni gerði margt fyrir sitt fólk, var fyrirgreiðslupólitíkus. En það að stela fjármunum af íslensku þjóðinni í starfi sem Alþingismaður er eitt það lægsta af lágu :( Skammastu þín Árni. Þetta er það eina sem maður getur sagt. Ég hef sent ítrekaðar fyrirspurnir í Valhöll en engin svör fengið ennþá. Ég sakna Davíðs, hann hefði ekki látið málin þróast á þennan veg. "Come back Davíð"
Að lokum; óskamótherji í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar er: CELTIC :)) það verður gaman að heyra "you'll never walk alone" sungið af stuðningsmönnum beggja liða.
Ekki meira í bili - yfir og út - meira síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar