Færsluflokkur: Bloggar

Kominn aftur

Felix

Jæja - þá er kominn tími til að blogga á ný. Vonandi get ég sagt frá einhverju skemmtilegu. Já alveg rétt, ég er að fara til London í næstu viku með minni elskulegu eiginkonu. Tilgangurinn er að fara og eyða peningum og sjá Charlton - Liverpool :) Það verður gaman og ég efast ekki um að mínir menn muni standa sig vel.

Fyrir 3 mánuðum síðan þá fékk konan mín hund - hann heitir Felix og er blanda af Border Collie og Labrador, mjög fallegur og hlýðinn :)

 Hér er mynd af honum - yfir og út meira síðar :)


Eurovision

Silvía Nótt

Jæja þá er draumurinn úti Gráta Silvía Nótt virkaði kraftlaus á sviðinu en það skipti engu máli, fólk var búið að ákveða að kjósa hana ekki m.v. það sem á undan hefur gengið - það að áhorfendur skuli ekki hafa sérð sóma sinn í því að leyfa henni að flytja lagið á þess að púa er hneyksli Fýldur en svona gerast kaupin á Eyrinni - nú er bara að bíða og sjá hvort þessi karkter verði ekki áfram til þess að maður hafi eitthvað til að brosa að - í Fréttablaðinu í morgun var heilsíðuauglýsing um Geir Ólafs á Eurovision 2007 Hissa einhvern veginn þá læðist að manni sá grunur að Geir sjálfur hafi auglýst og borgað fyrir - fyrr mun snjóa í helvíti en að hann komist á Eurovision - hann er alveg hræðilegur og svo ofgerður og hommalegur .... ojjjjjjjj

Nú styttist í kosningar - aðeins 8 dagar - Dagur B. Eggertsson auglýsir að hann (og Samfylkingin) séu eini valkosturinn fyrir ungt fólk í Borginni - Dagur ætti að skammast sín m.v. hans framgöngu í Ólafsgeisla málinu - maður sem ekki getur komið hreint fram og svarað tölvupóstum og verið málefnalegur á ekki skilið að vera kjörinn fulltrúi okkar - hann ætti að skammast sín ........................ og hana nú.

 Ekki meira í bili - yfir og út ...........


Eurovision

Silvía Nótt er komin til Aþenu - það skiptir ekki máli hvar hún er í heiminum, hún verður alltaf misskilinn  hennar ádeila er á fólkið sem kann ekki aura sinna tal - og því miður eru svoleiðis einstaklingar til á Íslandi  menn eins og .................. nefni engin nöfn en taka þátt í fáránlegum kappakstri þar sem aðalatriðið er að eyða eins miklum peningum og hægt er í bíl, þátttökugjöld og mútur  en nóg um það - kosningar eftir 12 daga - hvað er að mínum mönnum í Sjálfstæðisflokknum - Eyþór Arnalds sýnir þvílíkt dómgreindarleysi með framferði sínu á sunnudagsmorgun - hvað ef manneskja hefði verið þarna í stað ljósastaursins ?? Þetta er svipað og atvikið með Jónas Garðarsson - skella skuldinni á látna manneskju - Jónas ætti að vita betur að hann sem skipstjóri ber ábyrgð á öllu um borð og siglingu bátsins þó einhver annar sé við stjórn - hann er hinsvegar svo sjálfselskur að ég á erfitt með að ímynda mér einhvern annan við stýrið nema þá ef vera skyldi að hann hafi verið svo drukkinn að geta ekki stýrt - og félagar Sjámannasambands Íslands ættu að skammast sín að kjósa hann aftur til ábyrgðastarfa - sem betur fer er langt síðan ég var í því félagi.

 Nóg um það - meira síðar - yfir og út


Liverpool - dagur 2 ...........

Snillingur
............. já það var gaman að vakna í morgun :)) nú er bara að halda áfram með uppbyggingarstarfið og styrkjastöður - fá nýja leikmenn og gera atlögu að Englandsmeistaratitlinum á næsta keppnistðimabili :) formúlan í dag var átakalaus, öruggur sigur Alonso og fátt eitt um hana að segja nema að hann sýnir að hann er verðugur heimsmeistari :)9 meira síðar - yfir og út

Liverpool bikarmeistarar

Já það hafðist þrátt fyrir að mínir menn hefðu verið lélegri í dag - en baráttan og seiglan, sérstaklega í Steven Gerrard skóp þennan sigur - það var rosalegt að sjá þá suma í framlengingunni þegar þeir fengu krampa - en í vítaspyrnukeppninni sýndu þeir mátt sinn og meginn - leikurinn minnti óneitanlega á Meistaradeildarúrslitaleikinn fyrir ári síðan :)) frábært :)) það er gaman að vera aðdáandi Liverpool í dag og eins og vanalega þegar vel gengur þá fór Liverpool fáninn upp í stofugluggann :)) yfir og út, meira síðar

Last day in Boston ...........

........... jæja þá er kominn sunnudagur og síðasti dagurinn okkar hér í Boston :) Þetta er búið að vera ágætt - fórum í gær á veitingastað á 52. hæð í Prudential byggingunni, Top of the Hub - flottur staður og flott útsýni. Það byrjaði að rigna hér í gærkvöldi og í morgun var ennþá rigning :(( við þurfum að tékka okkur út kl. 12:00 en vélin fer í loftið kl. 21:30 - svo við eyðum deginum í göngutúra, ætlum að fara á Hard Rock og svo er bara að sjá til :)) bestu kveðjur heim :)) áfram Liverpool - yfir og út ..............

Liverpool Liverpool Liverpool ......

.......... dadadarara dadadarara :)) við unnum Chel$ki :)) þetta sýnir að peningar geta ekki keypt allt :)) ég ætlaði að horfa á leikinn og var búinn að finna pöbb hérna í nágrenninu, búinn að fara þangað og þeir sögðust sýna leikinn - svo ég fór í smá göngutúr og mætti svo í Liverpool treyjunni ........ en viti menn enginn leikur :(( svo ég fór uppá hótel og "horfði" á hann í gegnum textavarpið ...... 0 - 1 og ég kættist heldur betur :)) og svo kom hálfleikur og 0 - 2 og ég brosti allan hringinn - svo minnkaði Chel$ski muninn en mínir menn héldu það út :)) frábært :)) og ég pantaði 2 miða á úrslitaleikinn í Cardiff í gegnum Express Ferðir eftir ferðina til Liverpool í síðasta mánuði :)) og Erlingur Liverpool félagi minn ætlar að koma með :)) annars fórum við í dag í góðan göngutúr og svo í Mall sem heitir Cambridge - þar var verslað og verslað og verslað - Apple og H&M og Timberland o.fl. :)) á morgun förum við heim en eftir að við tékkum okkur út þá ætlum við á Hard Rock :)) í kvöld förum við á veitingastað á 56. hæð í The Prudent Building að borða og hlusta á jazzzzzzzzzz .................. yfir og út :)) kveðja

Boston

Jæja þá erum við komin til Boston :) fórum í gær frá New Hampshire til Sandwich og gistum þar eina nótt - mjög fallegt þar en dálítið kalt - það gekk vel að keyra þangað og GPSinn hjálpaði mikið - hrikaleg traffík og en allir vegir og hraðbrautir eru mjög vel merktir :)) svo þetta er tiltölulega auðvelt - þ.e.a.s. ef maður veit hvert maður er að fara :) svo fórum við frá Sandwish í dag til Boston - tékkuðum okkur inná Hótel Lenox (bloggfærsla dagsins í boði þeirra, frítt þráðlaust net:))) - flott hótel á góðum stað - fórum svo í gönguferð og skoðuðum okkur um og enduðum niður á höfn - fengum okkur að borða og tókum svo leigubíl heim - það er svo kalt hérna þannig að maður varð að vera í 66° N og meira segja sleppti ég stuttbuxunum :(( og þá er nú mikið sagt :)) bestu kveðjur heim :)) yfir og út PS. Sigrún, þú segir satt, það er mjög fallegt í New England :)) og við erum að skemmta okkur vel :))

Atlantshafid ..................

 ................... saum thad i dag :) forum til Portland Maine - okum veg nr. 113 til sudausturs fra New Hampshire og ni dur ad sjo - gaman ad keyra i gegnum smabaei a leidinni og mjog fallegt :) sidan forum vid veg nr. 302 til baka - sidan thegar vid komum til baka tha ver audvitad farid og verslad adeins meira :) Sigrun i Hampton hafdi rett fyrir ser :)) thad er mjog odyrt ad versla merkjavoru herna. A morgun forum vid fra New Hampshire og nidur til Massachusets i bae sem heitir Sandwich. Verdum thar i eina nott og svo gistum vid i Boston i 2 naetur adur en vid forum heim a sunnudag :)) hlakka til ad komast heim og svo til London :)) ekki meira i bili - yfir og ut

Dagur númer 4 í USA

Jæja ekki ætlar veðrið að skána en það byrjaði vel, 19° C hiti í morgun og ég í stuttbuxurnar. Fórum suður á bóginn í smábæ suður af Conway sem heitir Temworth. Þurftum að erindast þar aðeins. Svo fórum við til baka og borðuðum hádegismat á stað sem heitir 99, ekta bandarískur staður með grillmat og hamborgurum og alles :)) líka ekta kartöflumús sem allir borða hérna. Svo fórum við í Timberland (aftur by the way) en í gær keypti ég mér outfit þar á hlægilegu verði, skó, stuttbuxur, sokka og skyrtu á rétt rúmlega 100 USD :)) ég keypti mér fleiri skyrtur :)) en svo kólnaði í eftirmiðdaginn :(( fórum aðeins um nágrennið að skoða okkur um og uppá fjall hérna, sjá myndir í myndaalbúminu :)) og endilega skrifa í gestabókina, ég veit ekkert hverjr eða hvort einhverjir eru að skoða :)) svo á að fara á skauta í kvöld og svo ætlum við Heiðdís að fara í bíltúr á morgun niður að sjó til Portland, Maine og sjá hvort við getum ekki fundið nokkra humra til að éta :)) meira síðar, yfir og út ............. PS. muna að skrifa athugasemdir :))

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Björn Zoéga Björnsson
Björn Zoéga Björnsson
Snillingur  allavega að sögn annarra
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband