12.11.2008 | 16:43
Það er rétt....
...staðan er mjög alvarleg. Eignir fólks eru að brenna á verðbólgubálinu og mér finnst ráðamenn þegja þunnu hljóði um hvað skal gera við verðbótaþátt íbúðalána og verðtrygginguna yfir höfuð. Blekið var varla þornað á atkvæðaseðlunum í kjöri til forseta ASÍ þegar hann sagði að verðtrygginguna mætti ekki afleggja því þá myndu lífeyrissjóðirnir og Íbúðalánasjóður fara á hausinn. Ef ég mætti velja þá vel ég frekar að Íbúðalánasjóður fari á hausinn én sá fjöldi íbúðaeigenda sem á fullt í fangi með að greiða afborganir sínar og eignir þeirra eru orðnar verðlausar. Svo er hann settur yfir nefnd sem á að koma með tillögur til úrbóta hvað vanda lántakenda varðar. Ég segi; burt með verðtrygginguna og það strax.
Yfir og út - meira síðar
Staðan er grafalvarleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er alveg sammála! Manstu eftir fyrstu íbúðinni minni sem ég keypti 84 ? Við áttum 1/3 í henni við kaup. Leyfðum okkur aldrei neitt, vorum meira að segja bíllaus um tíma. Áttum íbúðina í 4 ár seldum hana og komum út á sléttu. Allt ókkar f+e uppurrið. Það sama er að gerast núna, lánin hækka og og verðtryggingin er allt að drepa. Enda bara séríslenskt fyrirbæri. Ojbjakk, eins og litlu börnin segja!
Kiddý systir (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 22:14
Heeelllll´´uúú´ er á leið í bæinn um helgina, spurning um göngu eða hitting.Heyrði í Óla litla og Inga litla og þeir eru klárir. verðum í bandi. Núna ræsi ég alla út.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.11.2008 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.