Nálægðin er meiri en þig grunar

Einu sinni var ég í Lögreglunni í Kópavogi. Og einu sinni var ég sendur, vegna kvartana skólastjóra eins ónefnds grunnskóla í Kópavogi, að radarmæla í nágrenni skólans. Mikið hafði verið um hraðakstur og vildi skólastjórinn reyna að koma í veg fyrir slys með því að láta okkur vera sýnilega í nágrenni skólans. Gott og blessað, við mættum á svæðið um kl. 08:00 og það bar vel í veiði. Síðan vorum við kallaðir uppá stöð. Þá hafði blessaður skólastjórinn hringt aftur og bað okkur um að hætta þessu, flestallir sem við tókum voru starfsmenn skólans og restin var að aka börnunum sínum úr hverfinu í skólann. Þannig að það eru ekki alltaf "aðkomumenn/konur" sem eru sekir. Því væri gaman að vita hversu margir búa þarna við Digranesveginn af þeim sem voru teknir ?

Kiddi: lentir þú í myndavélinni ?

Yfir og út - meira síðar


mbl.is 184 brutu umferðarlög á Digranesvegi í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég skil nú ekki hvers vegna skólastjórinn bað um stöðvun aðgerða og þá heldur ekki hvers vegna eða hvort tekið var mark á þeirri beiðni. Var hægt að horfa fram hjá afglöpum starfsmanna og foreldra?

Ef eitthvað er hefði ég viljað sjá harðar tekið á þerra hegðun. 

Helga R. Einarsdóttir, 12.9.2007 kl. 16:25

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Nei ég passa mig á börn í hverfinu þannig að ég virði hraðatakmörkin maður er ekkert fljótari að keyra á 40

Kristberg Snjólfsson, 12.9.2007 kl. 16:32

3 Smámynd: Margrét M

fliss .. tek undir með Helgu R .. þvílikir vitleisingar

Margrét M, 13.9.2007 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Zoéga Björnsson
Björn Zoéga Björnsson
Snillingur  allavega að sögn annarra
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband