23.10.2007 | 15:33
Kuala Lumpur
Á morgun leggjum við af stað til Kuala Lumpur í Malasíu. Við fljúgum til London og þaðan með Malaysian Airlines. Við þurfum að bíða í London u.þ.b. 10 tíma en við skellum okkur bara í bæinn og fáum okkur vel að borða. Síðan tekur við 13 tíma flug beint til KL. Við ætlum að dvelja hjá Mike og Nínu, Mike var yfirmaður minn hér á Íslandi fyrir tveimur árum síðan og við höfum alltaf haldið góðu sambandi, Heiðdís hefur farið þrisvar sinnum að heimsækja þau í USA og ég einu sinni.
Ég ætla að reyna að blogga reglulega frá Malasíu, það fer auðvitað eftir aðgegni að tölvu og tíma og ekki síst eftir viðbrögðum hér. Allavega ef ég fæ nógu margar áskoranir á athugasemdakerfinu :)
Yfir og út - meira síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2007 | 10:15
Hroki
Íslenksu leikmennirnir voru svo vissir á að vinna Letta og Lichensteina að þeir töldu það formsatriði að fara í leikina - vanmat hefur einkennt liðið og underlegt val. Hvað er verið að velja leikmenn sem spila ekki einu sinni með sínu félagsliði eins og á við með Eið Smára. Í nýafstöðnu Íslandsmóti þá sáust margir góðir leikmenn sem eiga fullt erindi í landsliðið. Mér er spurn hvað Eyjólfur sá marga leiki hér á Íslandi ?
Eiður segir orðrétt; "Því miður vorum við ekki nógu skipulagðir." Hvernig er undirbúningi háttað þessar tæpu tvær vikur sem leikmennirnir fá saman ef þeir ná ekki saman þessar 90 mínútur á vellinum.
Það er alveg ljóst að það á ekki að endurnýja samninginn við hann Eyjólf, hann er kominn á endastöð og missti af vagninum til baka.
Yfir og út - meira síðar
PS. Það er ekki oft að ég fagni marki hjá andstæðingunum en ég fagnaði 3ja marki Lichensteinanna, hvílíkt mark :)
Eiður Smári: Þurfum að líta í eigin barm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2007 | 16:17
Hringadrottinssaga
Já málið er komið í hring, eða réttara sagt marga hringi. Það er að koma betur og betur upp á yfirborðið að auðmenn eins og Bjarni, Finnur, Helgi og Hannes eru sólgnir í meiri peninga og ætla að nota OR sem skálkaskjól og Björn Ingi ætlar að hjálpa þeim. Björn Ingi hefur ekki verið trúverðugur í málflutningi sínum undanfarið og ekki heldur Vilhjálmur. Best væri ef samruni Geysis og REI verði ógiltur, OR selji sinn hlut í REI og einbeiti sér að því að lækaa orkureikninga heimilanna. Það er nú einu sinni svo að við erum að greiða allt of hátt verð fyrir rafmagn og hita m.v. auðlindir okkar.
Að lokum; BINGI skammastu þín
Yfir og út - meira síðar
Sjálfstæðismenn vilja styðja málsókn Svandísar Svavarsdóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.10.2007 | 16:20
Skítlegt eðli
Ég ætla að stela þessum gamla frasa, mér finnst Björn Ingi Hrafnsson hafa sýnt af sér skítlegt eðli í aðdraganda þessa atburðar. Hann hefur augljóslega ekki hreinan skjöld og það verður fróðlegt að sjá hvaða kúrs Dagur og Svandís taka í þessu máli m.v. málflutning og afstöðu þeirra í þessu máli. Það má nefnilega benda á það að Björn Ingi var stjórnarformaður OR og var fullkunnugt um alla þessa kaupréttarsamninga.
Ég segi bara; spillinguna burt og burt með Björn Inga FRAMSÓKNARFJÓS úr stjórnmálum.
Yfir og út - meira síðar
Dagur boðar til blaðamannafundar við Ráðhúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2007 | 11:22
Skín í vandlætingu
Hversvegan geta Samherjafrændur ekki farið eftir lögum í Noregi eins og þeim er gert skylt þegar þeir fá veiðileyfi. Nei nei, allsekki; heldur skín í gegnum fréttina vandlætingin á því að norska strandgæslan færði Vilhelm Þorsteinsson til hafnar. Ef um norskt skip í íslenskri lögsögu væri að ræða þá yrði það líka fært til hafnar. Það er eins og Samherji sé kominn í stríð við Norðmenn - ekki gott mál.
Yfir og út - meira síðar
Íslenskur togari færður til hafnar í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.9.2007 | 15:45
Frábært ..........
Leicester gaf eitt mark í forgjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2007 | 11:56
Útlensk íslenska ?
Ég fór á einum vinnubílnum í morgun út - það er ekki í frásögur færandi nema að á leið minni til baka þá tók ég eftir því að það vantaði bensín á hákinn. Ég lagði við dælu númer 6 og fór að dæla. Þegar það var búið þá fór ég inn á N1 og fór í röðina til að borga. Þegar kom að mér þá sagði afgreiðslustúlkan á bjagaðri íslensku "borga fyrir sex" ? Ég varð eitthvað vandræðalegur, fólk í kringum mig fór að hlæja og ég gat ekki svarað öðru en "nei...hmm ég er að borga fyrir bensín"
Er N1 kominn með nýja þjónustu ? Kynlíf í hraðþjónustu og sjálfsafgreiðslu eða er þetta bara "misskilningur" ?
Yfir og út - meira síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.9.2007 | 16:03
Nálægðin er meiri en þig grunar
Einu sinni var ég í Lögreglunni í Kópavogi. Og einu sinni var ég sendur, vegna kvartana skólastjóra eins ónefnds grunnskóla í Kópavogi, að radarmæla í nágrenni skólans. Mikið hafði verið um hraðakstur og vildi skólastjórinn reyna að koma í veg fyrir slys með því að láta okkur vera sýnilega í nágrenni skólans. Gott og blessað, við mættum á svæðið um kl. 08:00 og það bar vel í veiði. Síðan vorum við kallaðir uppá stöð. Þá hafði blessaður skólastjórinn hringt aftur og bað okkur um að hætta þessu, flestallir sem við tókum voru starfsmenn skólans og restin var að aka börnunum sínum úr hverfinu í skólann. Þannig að það eru ekki alltaf "aðkomumenn/konur" sem eru sekir. Því væri gaman að vita hversu margir búa þarna við Digranesveginn af þeim sem voru teknir ?
Kiddi: lentir þú í myndavélinni ?
Yfir og út - meira síðar
184 brutu umferðarlög á Digranesvegi í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.9.2007 | 11:26
Hvað með Ísland ??
M.v. þær fréttir sem berast frá Danmörku þá má spyrja; hvað með Ísland ? Eigum við á hættu að innflytjendur launi greiðann með svona aðgerðum ? Við Íslendingar höfum verið allt of barnaleg og umburðarlynd gangvart innflytjendum, þeim er leyft að kollvarpa hlutum eins og í grunnskóla þar sem það á að koma til móts við trúarþarfir þessa fólks, s.b.r. ekki framreiðsla á svínakjöti o.fl. Það er því miður ekki langt að bíða eftir því að svipað gerist hér, sannið þið til.
Yfir og út - meira síðar
Hryðjuverkamenn með tengsl við Pakistan hættulegastir" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2007 | 12:46
Mannréttindi
Mikil umræða hefur verið um mannréttindi undanfarið. Ég er með 2 spurningar. Svör óskast.
1. Eru það sjálfsögð mannréttindi að aka bifreið undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna og neita svo að gefa lögreglunni nauðsynleg sýni til að hægt sé ákæra viðkomandi ?
eða
2. Er það brot á mannréttindum að beita nauðsynlegu valdi til að ná í nauðsynleg gögn svo hægt sé að ákæra viðkomandi fyrir að aka bifreið undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna ?
Svo má kannski spyrja: Eru það ekki sjálfsögð mannréttinda að geta farið um í umferðinni án þess að eiga á hættu að vera keyrður niður af ofurölvi- eða útúrdópuðu fólki ?
Spyr sá sem ekki veit
Yfir og út - meira síðar
PS. Var að bóka ferð á Liverpool - Man Utd í desember með vinafólki okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar