Talað úr fílabeinsturni

Í dag finnst mér eins og nýkjörinn forseti ASÍ hafið tekið lyftuna á hæstu hæðir í fílabeinsturninn og tali "niður" til okkar þaðan.  Blekið var varla þornað á kjörseðlunum í forsetakjöri ASÍ að hann fór að dásama verðtrygginguna.  Hana mætti sko ekki afnema vegna þess að það væri svo skaðlegt fyrir lífeyrissjóðina í landinu (þessa sömu og gömbluðu með fé okkar og töpuðu því).  Og íbúðalánasjóður myndi verða fjárþurfi fljótlega.  Hann Gylfi (forseti ASÍ) áttar sig bara ekki á því að undir liggja 90% af heimilum landsins sem verða með neikvæða eiginfjárhagsstöðu, tæknilega séð gjaldþrota, þegar að verðbólgan hefur hækkað verðtryggðu lánin.  Á meðan lánastofnanirnar (Íbúðalánasjóður, bankarnir og lífeyrissjóðirnir) eru með belti (vexti), axlabönd (verðbæturnar) og öryggisbelti (ríkisábyrgð) þá erum við sauðsvartur almúginn ekki með nein öryggistæki.  Og svo talar forsætisráðherra vor að "allir" verði að vinna saman og faðmast í gegnum erfiðleikana.  Í orðanna hljóðann táknar þetta; "bend over and take it dry in the %$#"

Verðtrygging er ekki til í hinum vestræna heimi nema á Íslandi.  Þegar ég er að útskýra verðtrygginguna fyrir útlendingum þá gapa þeir af undrun og segja; "hvernig getið þið þá gert greiðsluáætlanir fram í tímann"?  Við erum komin á botninn á þá er lag að byrja á hreinu borði.  Afnemum verðtrygginguna og komum á stöðugleika til að fólk þurfi ekki að þola þessa fjárhagsrússíbanareið eins og hefur verið hér undanfarna áratugi.  Setjum lög svo að hægt sé að frysta eignir þeirra sem rökuðu að sér fé áður en banakarnir hrundu, rannsaka málin ofan í kjölin og burt með gamla liðið úr bönkunum, þetta er sama hyskið og var að tæta pappír allt fram á síðustu stundu fyrir hrunið.  Breyta lögum um Seðlabankann og fá nýja stjórnendur þar inn, ný lög um Fjármálaeftirlitið og nýtt fólk þar inn.  Og þó við þurfum að fá erlenda aðila til að gera þetta, þ.e. rannsaka og stjórna til að byrja með þá skiptir það ekki máli.

Yfir og út - meira síðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Zoéga Björnsson
Björn Zoéga Björnsson
Snillingur  allavega að sögn annarra
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband