3.8.2007 | 10:54
Árni Johnsen og Verslunarmannahelgin
Það eru ótrúlegar fréttir (og þó) af honum Árna Johnsen frá Vestmannaeyjum í tengslu við Þjóðhátíð. Er það ekki bara dagsatt það sem margir hafa bent á að maðurinn er stórklikkaður. Ég var mjög hissa á því fylgi sem hann fékk í prófkjörinu og vorkenndi forsvarsmönnum Sjálfstæðisflokksins í þeirr orrahríð sem dundi á Valhöll vegna framboðs hans. Þetta mál sýnir að þeir sem studdu hann í prófkjörinu höfðu rangt fyrir sér og þ.a.l. þurfum við að sitja uppi með dæmdan glæpamann á Alþingi. Að vísu ekki í fyrsta sinn en Árni á eftir að skandelísera og gera ljótari hluti en að lemja Hreim, sannið þið til.
Verslunarmannahelgin er að ganga í garð - byrjaði í nótt með mjög hvössum vindi þannig að ég og Felix urðum að fara út kl. 03:58 að bjarga verðmætum af svölunum og fyrir utan hús. Sjáum til hvernig veðrið þróast og svo sjáum við til hvert og hvort maður fari eitthvað á nýja hjólhýsinu.
Yfir og út - meira síðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til lukku með hjólhýsið og svo nota það bara nóg það er bara gaman
Kristberg Snjólfsson, 3.8.2007 kl. 11:28
he he .. vissirðu að Árni Johnsen er með skráðar 80 þús á mánuði samkv. tekjublaðinu he he ... bara skella sér af stað með nýja hjólhýsið þegar lægir .. ekkert múður , prófa fílinginn
Margrét M, 3.8.2007 kl. 11:43
Hmmmmmmmm - nei vissi það ekki en það staðfetir frun minn endanlega að hann er og verður glæpamaður. Einhver hefur borgað honum laun á meðan hann sat inni því ekki eru dagpeningar fanga skattskyldir
Við sjáum til hvert og hvort verður farið :)
Björn Zoéga Björnsson, 3.8.2007 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.