9.5.2007 | 09:17
Misnotkun á aðstöðu sinni
Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík fékk 2ja ára leyfi frá störfum nú í byrjun ársins til að taka við störfum hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands í Namibíu. Gott og blessað en stofnuninni stýrir Sighvatur nokkur Björgvinsson, gamall Alþýðuflokksmaður og þ.a.l. flokksfélagi Stefáns. Nú hélt ég að menn væru að vinna þarna niður frá, allavega þegar ég var þar þá var vinnudagurinn oft 10 - 12 klukkutímar og nóg að gera. En nú ber svo við í aðdraganda kosninga að Stefán Jón Hafstein er að senda tölvupósta til Íslands hvetjandi fólk að kjósa Samfylkinguna. Hann notar til þess póstlista sem hann hafði aðgang að sem Borgarfulltrúi og nefndarmaður í Menntanefnd. Tölvupóstinn fá svo kennarar o.fl. sem tengjast menntunarmálum í Reykjavík.
Þetta kalla ég að misnota aðstöðu sína. Hvet ég Sighvat til að taka í taumana og stöðva þetta og reka Stefán Jón :)
Það ætlar ekki að ganga þrautalaust að komast til Aþenu - miðinn kostar 282.900 kr eða tvenn mánaðarlaun :( það eru ekki allir á launum bankastjóra en mér sýnist að þeir miði við að allir séu það :(
Ekki meir í bili - yfir og út
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst þú nú fara yfir strikið að það sé eitthvað að því að Stefán Jón sendi tölvupóst þó hann sé í útlöndum. Það er bara gott að Íslendingar í útlöndum séu að fylgjast vel með þjóðmálum hérna og taka þátt. það munu í framtíðinni kannski verða jafnmargir Íslendingar í útlöndum og hér heima, það stefnir allt í það. og það er bara gott að byggja upp samfélag íslendinga sem ekki er bundið við ákveðinn stað og nota netmiðla. Stefán Jón þarf ekki að hætta að nota tölvupóst þó hann sé kominn til Afríku og hann má tjá sig eins og aðrir Íslendingar.
En mér finnst hins vegar afleitt ef Stefán Jón er að senda á einhverja póstlista sem hann hafði aðgang að í starfi sínu í Reykjavík. Það er siðlaust og hallærislegt.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 9.5.2007 kl. 09:31
Takk fyrir athugasemdina Salvör - það er ekkert að því að hann sé að senda tölvupóst í leik og starfi. En að hann sé að nota aðstöðu sína, sem starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar, að vinna í kosningabaráttu finnst mér mistotkun. Meðan ég starfaði hjá Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu þá voru skýrar starfsreglur, þetta var m.a. það sem ekki mátti.
Björn Zoéga Björnsson, 9.5.2007 kl. 11:29
Hva ekkert má maður
Kristberg Snjólfsson, 9.5.2007 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.