Spilling á Íslandi - skítalykt af þessu máli

Mér brá þegar ég sá og heyrði fréttir af afgreiðslu Alsherjarnefndar á umsókn tengdadóttur Umhverfisráðherra um íslenskt ríkisfang. Það er alveg ljóst að reglur voru þverbrotnar og umsagnir lögreglu og Útlendingastofnunar voru algjörlega hundsaðar. Svo kemur einn þingmanna og meðlimur í Alsherjarnefnd, Guðrún Ögmundsdóttir, fram og segir ekkert óeðlilegt við þetta, hún muni ekki málavöxtu né megi tjá sig um einstök mál. Umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz "lætur" ekki ná í sig til að fá hennar hlið á málinu :(

Ég segi hér og skrifa; "Það er skítalykt af þessu máli" - svo eru Fransóknarmenn hissa á því að fylgið hrynji af þeim - mér finnst að þetta mál verði endurupptekið og þessi umrædda tengdadóttir verði svipt Ríkisborgararétti.

Yfir og út - méri síðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Þetta er nú flokkurinn þinn Bjössi minn, spillingin er algjör, en hvað um það þú vilt þetta er það ekki eða ertu vaxinn upp úr framsóknarfloknum

Kristberg Snjólfsson, 27.4.2007 kl. 13:36

2 Smámynd: Björn Zoéga Björnsson

Kristberg minn :) þó að hann faðir ÞINN sé framsóknarmaður þá er ég það ekki :)

Björn Zoéga Björnsson, 27.4.2007 kl. 13:40

3 Smámynd: Margrét M

gott að geta bara sagt ,´eg man þetta bara ekki , svo vísar Guðrún Ögmund í mál Bobby  Fishers...   svo er fólki  sem  eru fyrirmyndarborgarar búsettir ( er að tala um mann konu sem vinnur á mínum vinnustað )  hér á landi( alin upp hér að einhverju leiti ) giftir íslenskum konum og barnsfeður íslenskara barna allt í senn EN  FÆR EKKI  RÍKISBORGARARÉTT  maðurinn sem um ræðir fékk  síðast þá útskýringu að hann hefði ekki tekið  studendspróf hér á landi , þvílik þvæla

Margrét M, 27.4.2007 kl. 14:31

4 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Hvað Bjössi ég man bara eftir því að þú varst harsvíraður framsóknarmaður vissi ekki að þú værir komin til manna, en ég ætla nú að vona að þú farir ekki úr öskunni í eldinn og kjósir sjálfsstæðisflokkinn

Kristberg Snjólfsson, 27.4.2007 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Zoéga Björnsson
Björn Zoéga Björnsson
Snillingur  allavega að sögn annarra
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband