Allt og ekkert

Það styttist í kosningar og nú koma frambjóðendur í ýmsum litum og keppast við að mæra sig og sína stefnu. Það er hjákátlegt að sjá frambjóðendur Frjálslyndra að reyna að fá fólk til að skilja orð varaformanns þeirra öðruvísi en rasisma, Samfylkingarfólk talar um skipbrot í efnahgsmálum en hafa svo engar lausnir á takteinum um hvað mætti fara betur og Vinstri Grænir, hægri snú eða hvað, þeir keppast við að telja fólki trú um að það sé nauðsynlegt að stöðva alla framþróun á Íslandi til að við getum búið við áframhaldandi hagsæld ?????

Ég er með hugmynd sem leysir samgöngu- og atvinnumál í einum pakka. Við gröfum hálendið upp og sléttum það, flytjum efnið niður í Bakkafjöru og búum til brú til Vestmannaeyja og staðsetjum túrbínur í stíflunni / brúnni sem aftur framleiðir rafmagn fyrir álverin sem við setjum á flatlendið á fyrrum hálendinu :) hvað finnst ykkur ?

Nú eru 3 vikur í að GR menn byrja á vellinum. Það verður fróðlegt að sjá hvort þeir ætli að brjóta lög fjórða árið í röð ? Spyr sá sem ekki veit.

 Yfir og út - meira síðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Skráðu þig bara í GR og hættu þessu væli

Kristberg Snjólfsson, 25.4.2007 kl. 07:56

2 Smámynd: Björn Zoéga Björnsson

Ég er að bíða eftir að verða gerður að heiðursfélaga í GR  og þá mun verða fyrst gaman

Björn Zoéga Björnsson, 25.4.2007 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Zoéga Björnsson
Björn Zoéga Björnsson
Snillingur  allavega að sögn annarra
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband