Drátturinn

Í upphafi tek ég það fram kæru femínistar að fyrirsögnin vísar á engan hátt í neitt kynferðislegt, það var verið að draga í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar Smile

Mínir menn drógust á móti PSV Eindhoven. Fyrir þá sem ekki vita þá er PSV liðið styrkt af Phillips, sjónvarps- og hljómtækjaframleiðandanum. Úppppssss það er hægt að horfa á klámmyndir í sjónvarpi og þ.a.l. er ég að stuðla að klámvæðingu með því að tala um sjóvörp - skamm skamm

Nú er stefna tekin á Liverpool borg þann 11. eða 12. apríl n.k. Vonandi tekst mér að útvega mér miða og svo er bara fyrir Liverpool að fara alla leið. Ég er á lista hjá UEFA varðandi miða á úrslitaleikinn í Aþenu þann 23. maí Wink það væri óneitanlega gaman ef Liverpool færi alla leið og ég með miða Cool

Næsta ferðalag er Kanaríeyjar þann 27. mars n.k. Förum við, ég og hinn helmingurinn til Fuerteventura og verðum þar í viku Grin það verður bara gaman, Pina Colada við sundlaugina á daginn og Cuba Libra á kvöldin LoL

Ég var að kaupa íbúð í Álfkonuhvarfi - búið að samþykkja tilboðið og geng frá kaupsamning í næstu viku - ég ætla að reyna að setja inn mynd en kann ekkert á þetta drasl, sjáum hvað gerist.

Yfir og - meira síðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Leitt Bjössi minn þegar að þið dettið út sem verður í næsta leik  allavega kem ég ekki til með að gráta það, en til hamingju með íbúðina og vonandi færðu miða á lokaleikinn að sjá Chelsea vinna

Kristberg Snjólfsson, 9.3.2007 kl. 14:39

2 Smámynd: Margrét M

til hamingju með fjárfestinguna

Margrét M, 9.3.2007 kl. 16:18

3 Smámynd: Björn Zoéga Björnsson

Kiddi minn - það er engin hætta á því að við dettum út  en því miður þá fékk ég ekki miða á úrslitaleik Meistaradeildarinnar  en hvað er þetta með Chel$ki, þú heldur ekki með þeim er það ? Heldur þú ekki ennþá með Leeds ??????? Í hvaða deild eru þeir ?? Sá sem getur svarað því fær óvæntan glaðning

Björn Zoéga Björnsson, 13.3.2007 kl. 11:03

4 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Ég viðurkenni fúslega að ég er Leedsari en meðan ekki gengur neitt hjá þeim þá verð ég að snúa mér að næstbesta liðinu, ég held ég þurfi ekkert að segja í hvaða deild Leeds er þú veist það vel en bíddu í tvö ár þá komum við sprækir upp 

Kristberg Snjólfsson, 13.3.2007 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Zoéga Björnsson
Björn Zoéga Björnsson
Snillingur  allavega að sögn annarra
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband