Færsluflokkur: Bloggar
28.3.2008 | 13:09
Styð þetta 100%
Hinsvagar þá hefur þetta áhrif á samborgarana en ekki þá sem ráða í þjóðfélaginu. Þeir eiga einkaþyrlur eða búa ekki á Íslandi. Svo er það blessaða Ríkisstjórnin, þegir þunnu hljóði eða er á ferð ú útlöndum á meðan allt er að fara í kalda kol.
Við eigum að fara að dæmi Frakka. Fylla vöruflutningabílana af kjöti, leggja þeim fyrir utan Stjórnarráðið, Alþingishúsið, Ráðuneytin og heimili ráðherranna og láta það úldna :)
Ekki fleira í bili - meira síðar
Bílstjórar mótmæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2008 | 16:17
Frábærar fréttir ..............
........... þetta vissu sjómen alltaf því loðnan þéttir sig ekkert fyrr en hún gengur uppá grunnin fyrir suð-austurlandi. Nú er bara að hvetja Hafró að halda úti rannsóknarskipunum og vera á sama stað við mælingar og sjómennirnir.
Yfir og út - meira síðar
Loðnuveiðar heimilaðar á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2008 | 11:42
Góðar fréttir .............. eða hvað ?
Það eru góðar fréttir að Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson skuli vera kominn í loðnuleit og búinn að finna loðnu. Þetta er hinsvegar sennilega ganga sem skipin voru að veiða úr og búið var að mæla. Nú er bara að bruna austur og mæla þar því þessir fiskur er dyntóttari en nokkur kvenmaður, lætur bíða eftir sér en birtist síðan í tugþúsunda tonna torfum við suð - austurland eins og hendi væri veifað. En alveg frá því ég byrjaði á loðnu 1984 þá hafa þeir hjá Hafró alltaf verið á röngum stað á vitlausum tíma.
Yfir og út - meira síðar
Loðna finnst við Hjörleifshöfða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2008 | 11:17
Allt og ekkert...............
............ eða þannig sko :) það er lítið að frétta, nema ef minnst er á Borgarstjórn. Þar gerast kaupin á Eyrinni ekki með eðlilegum hætti. Mín skoðun er sú að Villi og Co hefðu átt að vera í stjórnarandstöðu út kjörtímabilið. láta Dag og Svandísi "fokka" þessu "big time" upp og standa svo uppi sem sigurvegarar í næstu kosningum. Það góða við þetta er að mislægu gatnamótin á Kringlumýrar- og Miklubraut eru aftur komin á dagskrá ásamt kröfu um Sundabraut að hluta til í göng. Það er gott mál :)
Yfir og út - meira síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2008 | 15:27
Að kasta grjóti úr glerhúsi
Það hljómar kór óánægðra víða núna. Hátt bylur í tómri tunnu og VG, Framsókn og Samfylking gera sig sek um að gagnrýna nýjan borgarstjórnarmeirihluta, sem nota bene er myndaður á svipaðann hátt og meirihluti nr. 2, þ.e. einn aðili klauf sig út úr meirihluta nr. 1 vegna þess að hann fékk ekki að úteila peningum til sinna nánustu. Þar á ég við Björn Inga sem reyndi allt hvað af tók að útdeila kaupréttum og fleiru til sinna manna. Sannast það ekki með nýjustu upplýsingum um fatakaup hans og annarra sem ekki voru gefin upp til skatts. Vilhjálmur gerði þau mistök að treysta Birni og er búinn að viðurkenna þau mistök.
Þá sem hungraði svo mikið í valdið féllu á eigin bragði, þ.e. þeir áttuðu sig ekki á því að láta verkin tala. Núna eru betri tímar í vændum með málefnasamningi sem sýnir að þarfar framkvæmdir, sem meirihluti nr. 2 sló af, eiga að koma til framkvæmda.
Yfir og út - meira síðar
Sjálfstæðismenn gagnrýndir á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.1.2008 | 13:09
Er þetta fólk gengið af göflunum
Hvað er í gangi ? Að leggja það til að Fisher verði jarðsettur á Þingvöllum !!! Þetta er svo mikil vitleysa að það er varla hægt annað en að hlæja. Annaðhvort eru þessir svokölluðu stuðningsmenn Fishers að grínast eða að þeir séu á sama plani og Fisher eða geðveikir.
Yfir og út - meira síðar
Ekki rætt um að fleiri verði jarðsettir á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.11.2007 | 20:11
Umburðarlyndi ........
...... Íslendinga í innflytjendamálum á eftir að koma okkur um koll. Á meðan við gefum eftir og meinum leikskólabörnum að fara í heimsóknir í kirkjur vegna þess að það særir trúarvitund annarra, oftast Múslíma, þá má ekki skíra bangsa Muhammed sem er algegnasta nafn Múslíma.
Yfir og út - meira síðar
Kennari fundinn sekur í bangsamáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.11.2007 | 13:22
Ísland bezt í heimi ?
Þegar stórt er spurt þá er lítið um svör - einhver könnunin segir það að Ísland sé bezt í heimi. Við sem búum hérna getum svo sem tekið undir þetta, mér finnst allavega gott að búa hérna og það kom aldrei neitt annað til greina en að koma heim eftir heimshornaflakkið :)
En hvað með fólk sem flytur hingað frá öðrum löndum ? Er það að koma hingað til að aðlagast Íslandi og verða gegnir þegnar eða kemur það hingað til að halda áfram að vera innflytjendur og ala börnin sín upp í því að vera innflytjendur líka. Ég er að vinna með einum sem er í seinni hópnum, hann tuðar um allt sem er íslenskt og vil alls ekki aðlagast, jólahlaðborð, þorrablót og kristin trú - allt saman tabú.
Yfir og út - meira síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2007 | 13:33
Bless bless og góða ferð
Íhugar að flytja til Danmerkur vegna banns við snáknum á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2007 | 16:43
Kuala Lumpur
Selamat Pagi - sem thydir godan daginn her fra Kuala Lumpur. Vid erum buin ad vera her i 2 daga, thad er mjog heitt, 33 stiga hiti og mjog mikill raki. Vid erum stodd 164 sjomilur, u.t.b. 200 km nordan vid midbaug, nanar tiltekid a 2 gradu 44 minutur N. Tad er mjog fallegt herna, allavega tad sem vid hofum sed, minnir mig mjog a Indonesiu og malid sem er talad her er nanast alveg tad sama og i Indonesiu, Bahasa. Eg er allavega buinn ad rifja mikid upp og farinn ad sla um mig med ordum :} Tad er sundlau her i gardinum tar sem Mike og Nina bua. Heiddis for med krokkunum i sund i dag a medan eg svaf :} tad er svo heitt thannig ad madur sefur mikid - vid forum svo i KLCC, eda turnana 2 i dag, their eru teir tridju haestu i heimi, rosaleg bygging. Forum svo a Hard Rock a eftir.
A morgun forum vid eitthvad i baeinn aftur, tad er tad mikid ad sja tannig ad tad er nog ad gera.
Yfir og ut - meira sidar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar