12.12.2006 | 15:47
Hálfvitar
Já það er ákvðinn hópur ökumanna hálfvitar. Öll þessi banaslys og samt keyrir fólk eins og vitleysingar. Í gær var ég úti að keyra með dóttur minni. Vorum við að sækja um æfingarakstur fyrir hana. Notaði ég tækifærið og fræddi hana um umferðina og fleira. "Sjáðu Kristjana, nú er komið gult ljós og þá skal stöðva" sagði ég við hana - ég stöðvaði og rautt ljós kom. Skipti engum togum að bíll á hinni akreininni hélt áfram, yfir á rauðu og í veg fyrir bíla sem komu þvert á. Bjargaðist þetta einhvern veginn en littlu mátti muna.
Slysið á Vesturlandsvegi vekur upp margar spurningar. Hvað er að fólki sem virðir ekki lokanir lögreglu og veður yfir slysavettvang á 38" jeppunum ? Minir mig á slysavettvang sem ég kom að fyrir 2 árum síðan. Þar hafði strætisvagn ekið á gangandi vegfaranda og lá konan í götunni. Ég var að hlúa að henni, kanna lífsmörk og tala við Neyðalínuna til að gefa þeim nauðsynlegar upplýsingar. Þá er pikkað í mig og voru það strætisvagna bílstjórar og skipuðu þeir mér að færa bílnn minn ( sem var lagt til að vernda slysavettvanginn), þeir þyrftu að halda áætlun. Og svo vildu þeir færa strætisvagninn sem olli slysinu til að geta látið hann halda áætlun áfram. Ég var með 2 Bandaríkjamenn með mér sem fylgdust með úr fjarlægð. Eftir að allt var afstaðið þá lýstu þeir undrun sinni á skeytingarleysi og sinnuleysi og ókurteisi Íslendinga :( Góð landkynning það eða hitt og heldur.
Einn góður félagi minn sagði að það eina sem þýddi væri "Zero Tolerance" þ.e. hækka allar sektir og viðurlög við umferðarlögum, gera ákveðin umferðarlagabrot að hegningarlagabrotum og senda fullt af lögreglumönnum útá götu og framfylgja þessu. Eftir 11. september þá var þetta gert við auknum glæpum og það bar árangur. Fjölga lögreglumönnum og sekta duglega, fyrir að gefa ekki stefnuljós, fyrir vanbúnar bifreiðar, fyrir réttindaleysi, of hraðann akstur og taka vel til. Þá mun árangurinn ekki láta á sér standa.
Yfir og út - meira síðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, fólk er fífl.
ég þekki konu sem varð vitni að slysi en hélt samt áfram Mér blöskrar það hreinlega að þegar svona alvarleg slys gerast að landi okkar geti ekki tekið tillit til þess að vinna þarf rannsókn að tildrögum og svoleiðis áður en umferð má fara í gegn.
Ég lenti í því í vor að hjálpa strák sem lenti í bílveltu rétt undir hafnarfjalli, í grennd við Fiskilæk. Hann slasaðist ekki mikið, nokkrar skrámur og mér fannst samt sárast, því hann var augljóslega á jeppa pabba síns þegar hann hringdi og sagði "ég lenti í slysi, velti bílnum" og sagði svo eftir stutta stund: "nei, bíllinn er ónýtur"
Þá er greinilega eitthvað að forgangsröðun hjá fólki, er efnishyggjan að taka yfir? Að spurja ekki hvort það sé ekki í lagi með barnið sitt heldur bílinn, það er til fáborinnar skammar!
En já, pabbi, flott blogg, og þú veist að ég fer varlega í umferðinni og fer eftir settum reglum :)
Kristjana Erla (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.