7.12.2006 | 10:11
Af nógu að taka..................
...................................í þjóðmálunum. Fyrst ber að nefna úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli gegn Oliúfélaginu Ker (Esso). Það var ekki nóg að stefnandi hafði allar kvittanir tiltækar og gat sannað mál sitt. Nei hann þurfti dómskvadda matsmenn, sem "by the way" hefðu kostað meira en sú upphæð sem krafði Ker um. Þannig að það er rétt sem kom fram um daginn að það er ekki sama Jón og Séra Jón þegar kemur í réttarsal :(
Þar sem ég er nýbyrjaður aftur að blogga þá hef ég ekkert tjáð mig um Árna Johnsen og þá súru staðreynd að hann sé að fara aftur á þing. Mikið eru Sunnlendingar siðblindir að veita þessum manni brautargengi. Það má hinsvegar ekki gleymast að Árni gerði margt fyrir sitt fólk, var fyrirgreiðslupólitíkus. En það að stela fjármunum af íslensku þjóðinni í starfi sem Alþingismaður er eitt það lægsta af lágu :( Skammastu þín Árni. Þetta er það eina sem maður getur sagt. Ég hef sent ítrekaðar fyrirspurnir í Valhöll en engin svör fengið ennþá. Ég sakna Davíðs, hann hefði ekki látið málin þróast á þennan veg. "Come back Davíð"
Að lokum; óskamótherji í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar er: CELTIC :)) það verður gaman að heyra "you'll never walk alone" sungið af stuðningsmönnum beggja liða.
Ekki meira í bili - yfir og út - meira síðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.