19.2.2009 | 12:00
Séreignasparnaður, bjargvættur heimilanna !!
Það var nú málið, leyfa okkur aumingjunum að taka út séreignarssparnaðinn, hann á að redda öllu. Hinsvegar þarf Ríkið sitt og tekur tæplega 40% af honum í skatta. Verst er að fjármagnstekjuskattur er bara 10% þannig að það á bara að greiða 10% fjármagnstekjuskatt af ávöxtuninni en ef maður gengur á höfuðstólinn þá á að greiða tekjuskatt enda eru lífeyrissgreiðslur skattfrjálsar. Ég sé hinsvegar ekki hvernig þetta á að hjálpa, eina raunverulega hjálpin er að reikna skuldir heimilanna niður, þ.e. festa vísitöluna m.v. 1. mars 2008 og afnema verðtrygginguna. Skuldir heimilanna eru 2000 milljarðar, það eru ígildi tveggja ára í þjóðarframleiðslu, hvað með að afskrifa skuldir heimilianna og hækka skatta í staðinn ? T.d. að skattprósentan yrði 50% en á móti kæmi þyrfti ekki að greiða af húsnæðislánum. Svo yrði stíft aðhald og enginn gæti keypt sér íbúð nema að undagengnu stífu mati og lánsupphæðin bæri fasta vexti allan lánstímann þannig að greiðslubyrði yrði vituð, hámarksvextir yrðu t.d. 4 - 5 % og láglaunafólki yrði léttur r´´oðurinn með vaxtabótakerfi.
Yfir og út - meira síðar
PS. 2000 milljarðar, frekar vil ég afskrifa skuldir heimilanna en borga IceSave
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.