Bloggþurð

Alfa   Beta

Alfa                            Beta

Það hefur verið lítið bloggað að undanförnu, mikið að gera og það sem ber hæst er að við eignuðumst tvíbura þann 7. janúar 2009, 2 stráka, 9 merkur og 47 cm.  Þannig að það hefur verið nóg að gera.

Í þjóðmálunum hefur það helst gerst að það hefur ekkert gerst, sú ríkisstjórn sem tók við ætlaði nú heldur betur að láta verkin tala, bretta upp ermarnar og bjarga heimilinum.  Hefur þú orðið var við einhverjar aðgerðir?  Hefur þessi blessaða ríkisstjórn gert eitthvað af viti til bjargar heimilinum?  Og svarið er NEI.  Þeir sem göspruðu hæst í stjórnarandstöðu þegja núna þunnu hljóði og virðast ætla að láta allt fara til fjandans og helst lengra en það.

Kosningar verða 25. apríl 2009.  Það þarf að verða endurnýjun í þingmannaliðinu, losna þarf við kafbátana sem ekkert hafa gert, s.s. Árna Johnsen, Ellert B. Schram, Guðjón Arnar og fleiri sem ég get ekki nefnt vegna þess að maður man ekki nöfn á þeim sem maður heyrir aldrei um Woundering

Yfir og út - meira síðar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Kæri Björn, til hamingju með englana tvo.  Já, ég skil vel að ekki er bæði hægt að taka á móti tveimur sprækum strákum og blogga.  Svo er þetta alveg rétt hjá þér, þessir pólitíkusar gera aldrei neitt nema að gaspra og væla (núna eru Sjálfstæðismenn í væluliðinu).  Það er verið að rífast um það hverjir eigi heiðurinn af hinu og þessu í stað þess að vinna þetta allt saman og semja hin og þessi frumvörp saman.

Núna þyrftu "öll dýrin" á alþingi að verða vinir, öll dýrin eiga að hjálpast að við að gera samfélagið betra.

 Auðvitað er þetta barnalegt, en ég er svo "naív".

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 13.2.2009 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Zoéga Björnsson
Björn Zoéga Björnsson
Snillingur  allavega að sögn annarra
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband