8.12.2008 | 14:09
Betri tíð með blóm .....
..... haga eða hvað. Gengið er að styrkjast og fer tvennum sögum af þvi hversvegna. Annarsvegar segja menn að gjaldeyrishöftin séu að virka og styrkingin sé afleiðing þess að það er ekki hægt að flytja pening út úr landinu, bara inní landið. Hinsvegar segja stjórnmálamennirnir að þetta sé vegna þess að nýju gjaldeyrisslögin séu að virka og að þetta sé komið til að vera. Hvort heldur sem er þá vonar maður að gengisvísitalan nái aftur á þær slóðir sem hún var í fyrir hrun eða 140 - 150 stig, vonandi lægri eða í kringum 120 stig.
Ég hef hinsvegar áhyggjur af verðbólgunni, hún æðir áfram og það hafa engin vitræn ráð komið fram til að vernda hinn almenna borgara frá því að tapa húsinu sínu. Ég vil að verðtryggingin verði afnumin enda er hún mjög ósanngjörn. Jóhanna Sigurðardóttir lagði fram þingmannafrumvarp árið 2005 um afnám verðtryggingarinnar. Þá var hún í stjórnarandstöðu, getur hún ekki dustað rykið af því frumvarpi og lagt það fram aftur sem stjórnarfrumvarp?
Meðgangan gengur vel :) tvíburarnir eru væntanlegir í enda janúar á nýju ári :)
Yfir og út - meira síðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill hjá þér Bjössi
Guðrún Sæmundsdóttir, 8.12.2008 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.