29.8.2007 | 12:46
Mannréttindi
Mikil umræða hefur verið um mannréttindi undanfarið. Ég er með 2 spurningar. Svör óskast.
1. Eru það sjálfsögð mannréttindi að aka bifreið undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna og neita svo að gefa lögreglunni nauðsynleg sýni til að hægt sé ákæra viðkomandi ?
eða
2. Er það brot á mannréttindum að beita nauðsynlegu valdi til að ná í nauðsynleg gögn svo hægt sé að ákæra viðkomandi fyrir að aka bifreið undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna ?
Svo má kannski spyrja: Eru það ekki sjálfsögð mannréttinda að geta farið um í umferðinni án þess að eiga á hættu að vera keyrður niður af ofurölvi- eða útúrdópuðu fólki ?
Spyr sá sem ekki veit
Yfir og út - meira síðar
PS. Var að bóka ferð á Liverpool - Man Utd í desember með vinafólki okkar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðar spurningar.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.8.2007 kl. 12:50
humm .. ,má hringja eða spyrja salinn
Margrét M, 29.8.2007 kl. 13:43
Ég held að það sé sjálfssögð mannréttindi fyrir almenning að vera laus við ofurölvi eða útúrdópaða bílstjóra.
Að taka nauðsynleg sýni finnst mér bara hið besta mál, ef að viðkomandi hefur komið sér í þá stöðu að vera ölvaður eða dópaður undir stýri á að vera sjálfssagt að taka þau sýni sem þarf, nú og ef að manneskjan brýst um eins og villidýr er bara að taka á villidýrinu í samræmi við þann villiskap sem að viðkomandi sýnir með vítaverðu háttsemi sem er að vera undir áhrifum þegar verið er að keyra.
Mér finnst of vægt tekið á þeim sem ógna okkur í umferðinni það á að taka með FULLRI HÖRKU á þeim.
Kristberg Snjólfsson, 29.8.2007 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.