Kaupmannahöfn

Nú er ég staddur í Kaupmannahöfn, skrapp yfir helgina í heimsókn til bróður míns sem býr hérna. Veðrið er ekki búið að vera uppá það besta, rigning en hlýtt. Það er margt að skoða í Kaupmannahöfn og sérstaklega þegar maður hefur bíl til umráða. Ég er búinn að keyra um allt og skoða, Holmen, Löngulínu, Íslandsbryggju og Jónshús. Það er auðvelt að keyra hér en margir Danir eru ekki þeir kurteisustu í umferðinni, svína og keyra allt of hratt. Svo eru svo margir á reiðhjólum hér og hafa þeir sér akreinar. Og þeir hjóla eins og brjálæðingar.
Fasteignaverð hér er betra en heima - sem er skrýtið m.v. uppganginn hér. Svo er hægt að fá miklu hagstæðari lán hér. Það hlýtur að fara að hækka því Íslendingarnir nýríku eru allir komnir hingað. Ég var að labba á Strikinu og heyrði tal þriggja íslenskra stúlkna. Þær létu eins og þær voru einar í heiminum og sögur þeirra af bólförum hverrra annarra undanfarna daga hefðu fengið hvaða hreistraða sjómann til að fara hjá sér.
Nú var ég að tékka mig út af hótelinu og ætla að skreppa í Fiskitorfuna. Það er verslunarmiðstöð, svo liggur leiðin heim til Sigga og svo flýg ég heim í kvöld, lendi um miðnættið.

Yfir og út - meira síðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Zoéga Björnsson
Björn Zoéga Björnsson
Snillingur  allavega að sögn annarra
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband