Baugsmálið og Gests þáttur Jónssonar

Þá liggur niðurstaða Héraðsdóms fyrir og fyrir réttsýnt fólk þá er sú niðurstaða vonbrigði. Mikið hefur verið rætt og ritað um Baugsmálið óg ætla ég ekki að fara að rifja upp ákæruatriðin en með hliðsjón af þeim þá er ég hissa á niðurstöðunni.

Gestur Jónsson. lögmaður Jóns Ásgeirs, gerði sig að fífli, eða réttara sagt meira fífli en hann er í gær með ummælum sínum um dóminn. Hann vill meina það að Baugur hafi gert svo mikið fyrir Ísland og Íslendinga með lækkuðu matarverði að þá mætti horfa í gegnum fingur sér með svona "smáræði". Það verður að segja eins og er að Gestur er fullur af hroka, mannfyrirlitningu og hann lítur niður á fólk eins og hann sé yfir það hafinn og lætur þessi ummæli út úr sér. Það er hinsvegar rétt að Bónus (Baugur) hafa gert margt gott hvað varðar matarverð á Íslandi. En það var sá gamli, Jóhannes Jónsson sem gerði það. Ekki má gleyma því að Jón Ásgeir hefur verið meira áberandi í fjárfestingum utanlands og að hluta til er ákært fyrir spillingu sem tengist því.

Gest þekki ég ekki neitt utan þess að ég hef talað við hann einu sinni. Það samtal fullvissaði mig um að hann er snobbari og fífl. Ekki lagaðist það álit í fréttunum í gær. Skammast þín Gestur, og hana nú.

Ekii meir í bili - yfir og út


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Zoéga Björnsson
Björn Zoéga Björnsson
Snillingur  allavega að sögn annarra
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband