25.4.2007 | 14:17
Meistaradeildin í kvöld
Spennan magnast - í kvöld mætast Chelsea og Liverpool í fyrri undanúrslitaleiknum í Meistaradeildinni. Leikurinn, sem tekur 90 mínútur, ræður miklu um hvort liðið kemst áfram. Hinsvegar er athyglisverður "leikurinn" sem leikinn er í blaðaviðtölum og í sjónvarpi á milli "Stjóranna", þó sérstaklega ummæli Mourihnio þar sem hann kvartar undan meiðslum og leikbönnum. Það er þó alveg ljóst að Liverpool hefur sinn skerf af meiðslum en gulu spjöldin koma einungis ef menn leika óheiðarlega. Þannig að Móri ætti að líta í eigin barm !!!!
Kosningarnar verða áhugaverðar - fylgi Sjálfstæðismanna virðist vera nokkuð stöðugt í skoðannakönnunum, nokkuð ofan við kjörfylgi. Það sýnir árangurinn að koma svona vel út úr skoðanakönnunum en athyglisvert hvernig Framsóknarflokkurinn kemur út. Það er allavega umhugsunaratriði fyrir spekúlanta. Hinsvegar finnst mér þetta flóð af skoðanakönnunum eyðileggja aðdraganda kosninganna því úrslitin eru svo nálægt.
Yfir og út - meira síðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bjössi minn vertu viss liverpool eða hvað liðið heitir afftur æi þarna þessir leiðinlegu frá bítlaborginni, þeir fara grátandi heim í kvöld, eins og framsóknarflokkurinn þinn gerir í kostningunum, nú ef þú ert að pæla í að fara í sjálfsstæðisflokkinn ertu bara ekkert betur settur því ég er búinn að panta far fyrir núverandi ríkisstjórn til nýju plánetunnar sem var að finnast og pantaði ég líka fyrir davíð, bara frekar leiðinlegt fyrir þaug að það tekur ca 9.000. ár að komast á leiðarenda
Kristberg Snjólfsson, 25.4.2007 kl. 14:29
Hvernig fór leikurinn Bjössi
Kristberg Snjólfsson, 25.4.2007 kl. 21:29
Á ekki að svara manni Björn
Kristberg Snjólfsson, 26.4.2007 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.