Bruninn í Miðbænum og annar bruni

Reykjavík brann í síðustu viku. "Gömul" hús urðu þar eldinum að bráð og fóru mikil verðmæti forgörðum, bæði peningaleg og menningarleg. Peningaleg verðmæti get ég fallist á en ekki menningarleg. Þessi hús eru eins og hamarinn hans afa míns, rúmlega 200 ára gömul, það hefur bara verið skipt um haus tvisvar sinnum og skaft þrisvar sinnum.

Þó mér líki ekki við Hrafn Gunnlaugsson þá kom hann með stórskemmtilega hugmynd núna um helgina, nefnilega að byggja upp úr rústunum turn, svona 50 hæða. Góð hugmynd og mynd hún eflaust lífga uppá gráan miðbæinn.

En nú að hinum brunanum - klósettskúr við golfvöllinn í Grafarholti brann, einhver ódáninn kveikti í honum, ekki gott. En mér brá þegar formaður GR kom fram í fjölmiðlum og sagði tjónið vera 12 milljónir kr. ???? Ef þetta væri venjulegt klósett þá væri tjónið ekki svona mikið, sennilega er þetta sérgullslegnar setur fyrir snobbrassana í GR - meira um það síðar en eins og sumum er kunnugt um þá hef ég eldað grátt silfur við firsvarsmenn GR s.l. 3 ár. Nú bíð ég bara eftir því að vera kallaður til yfirheyrslu með réttarstöðu sakbornings vegna íkveikju :) Nú og ef verðmætamat formanns GR er rétt þá er eignin mín þarna í Holtinu metin á 350 milljónir, hefur einhver áhuga ???

Yfir og út - meira síðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Svona Svona Bjössi minn það er ekki bara verið að meta klósettið heldur líka allt innihaldið í kamrinum

Kristberg Snjólfsson, 23.4.2007 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Zoéga Björnsson
Björn Zoéga Björnsson
Snillingur  allavega að sögn annarra
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband