14.4.2007 | 17:17
Kosningar
Það fer nú ekki framhjá neinum að það eru að koma kosningar - það er nú ekki langt síðan að íbúakosning um deiliskipulagið í Hafnarfirði fór fram. Andstæðingar Álversins höfðu uppi stór orð um atvinnumál og sögðu að það væri nóg af fyrirtækjum sem vildu flytja í Hafnarfjörð ef Álverið yrði ekki stækkað. Nú er búið að hafna deiliskipulaginu hvað svo sem verður með stækkun innan núverandi athafanasvæðis Álversins. En hvar eru efndirnar hjá andstæðingunum, hvorki heyrist hósti né stuna og ekkert gerist.
Er þetta ekki það sama hjá þeim stjórnmálaflokkum sem segja að frekari stóriðja eigi ekki rétt á sér, það bíði sprotafyrirtæki í röðum að setja upp starfsstöðvar. Hljómar vel en þegar á hólminn er komið, eins og í Hafnarfirði, þá mun ekkert gerast, þetta eru bara innantóm orð þeirra sem þrá að komast í Ríkisstjórn til að "stjórna" eftir að hafa verið 12 ár í kuldanum.
Ég vil að Sjálfstæðisflokkurinn haldi áfram um stjórnartaumana. Þeir eru auðvitað ekki fullkomnir frekar en einhver annar en síðustu 12 ár höfum við upplifað mikinn hagvöxt, lítið atvinnuleysi og stöðugt efnahagslíf. Draumastjórnin er Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Grænir en þá þurfa þeir Grænu að bakka með stóriðjustoppið, sem Steingrímur mun gera til að komast í Ríkisstjórn.
Sjáum til þann 12. maí 2007
Yfir og út - meira síðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Sara náði sjaldgæfum áfanga
- Við áttum að gera meira af þessu
- Kom augnablik þar sem við gátum snúið leiknum við
- Of mikið að vera 24 stigum undir í hálfleik
- Ekki hægt að vinna körfuboltaleik ef þú skorar ekki
- Þeirra svar var bara stærra en okkar
- Skoraði sitt fyrsta mark í Hollandi
- Fer ekki þó City verði dæmt niður
- Sjötti leikmaðurinn úr 1. deild til Fram
- Fyrri hálfleikurinn felldi Ísland
Viðskipti
- Þarf fólk að kaupa sér hraðbanka?
- Ellert nýr fjármálastjóri Merkjaklappar
- Adani ákærður fyrir mútur og svik
- Félagsbústaðir tapa án matsbreytinga
- Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles
- Kerecis-hjón fjárfesta í leiguflugi
- Vextir lækki um 175-200 punkta
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
Athugasemdir
Hættu þessu bulli Bjössi minn þú veist það alveg að það er ekki Sjálfstæðismönnum að þakka að hagvöxturinn sé búinn að vera svona, þeir eru bara hepnir að hafa verið við stjórnvöl þegar uppgangurinn byrjaði.
Kristberg Snjólfsson, 15.4.2007 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.