21.3.2007 | 09:55
Sýn og Enski boltinn
Mikið slúður er í gangi hvað varðar útsendingar á Enska boltanum. Sumir segja að útsendarar frá "mömmu" (hverjum datt þetta nafnskrípi í hug) hafi farið víðreist um landið og boðið 12 mánaða bindisamning (nei ekkert sex í tengslum við það) á Sýn enda yrði Enski boltinn þar næsta keppnistímabil. Svo koma aðrir og segjast hafa áræðanlegar heimildir fyrir því að ný sjónvarpsstöð verði stofnuð um Enska boltann. Þetta er allt gott og blessað því á endanum þá svarar kúnninn hvort það gjald sem hann þarf að greiða sé sanngjarnt eður ei. Skora ég á 365 menn að koma með vitræn svör og verð svo fólk geti farið að ákveða sig. Ég er t.d. kominn með gerfihnattadisk, vantar bara afruglarann
Í gær átti yngsta dóttir mín, hún Kristjana Erla afmæli til hamingju með það aftur Oddný Björk, sú elsta stóð sig eins og hetja og töfraði fram kræsingar, kökur og brauðtertur takk fyrir það Oddný mín - það mættu margir og var mjög gaman.
Í dag er afmælisbarnið á Borgarspítalanum í nefaðgerð, hún fæddist með bein í nefinu í orðsins fyllstu merkingu og á núna að reyna að fjarlægja það. Þetta er önnur aðgerðin því sú fyrri misheppnaðist. Gangi þér vel Kristjana mín
Yfir og út - meira síðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með litlað skæruliðann, eins gott að 365 miðlar fari ekki að hækka nógu er þetta samt dýrt
Kristberg Snjólfsson, 21.3.2007 kl. 11:09
til hamingju með afmælisbarnið.. vonandi gengur aðgerðin vel ..
Margrét M, 21.3.2007 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.