13.3.2007 | 11:12
Stórgjöf
Þó seint sé þá má ég til með að hrósa stórhug Sparisjóðs Svarfdæla með þá gjöf til íbúa Dalvíkurbyggðar að gefa þeim 1 stk Menningarhús. Þetta er alveg frábært framtak og sýnir stórhug. Ég man vel, meðan ég bjó á Dalvík og starfaði þar, þann góðvilja hjá Friðriki sparisjóðsstjóra í garð okkar í Stýrimanna- og Fiskvinnsluskólanum. Ef það þurfti að redda einhverju þá var leitað á náðir Friðriks. Einnig voru fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækin okkur velviljuð.
Ef þessi gjöf Sparisjóðsins er heimfærð uppá Höfuðborgarsvæðið þá myndi hagnaður bankanna, með aðalstöðvar hér í Reykjavík, fara langt með að útrýma dvalarheimilisvanda aldraðra, byggja eins og eitt tónleikahús, leysa umferðahnútavandann og svo væri alveg eftir bland í poka fyrir öryrkjana. Ég hvet bankana að láta okkur njóta góðs af hagnaðinum eins og Sparisjóður Svarfdæla.
Til hamingju Dalvíkingar
PS. Mig langar nú oft aftur norður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.