20.2.2007 | 10:55
"Klám"ráðstefna
Það er alveg merkilegt að þegar spurðist út að það ætti að halda ráðstefnu hérna á íslandi þar sem þátttakendur væru fólk úr klámiðnaðinum að þá varð allt vitlaust. Það er nú svo að það má ekki gefa sér það fyrirfram að þetta fólk ætli sér að brjóta lög og allrasíst er ég að mæla með því. En það er ekki búið að fremja glæpinn fyrr en búið er að fremja glæpinn.
Nú rísa upp aðilar sem vilja láta athuga þetta fólk. Þetta sama fólk sem vill láta athuga fyrirhugaða ráðstefnugesti var, ef ég man rétt, á móti stofnun Greiningardeildar hjá embætti Ríkislögreglustjóra !!! Og nú vill þetta sama fólk láta athuga þetta fólk sem hugsanlega kemur til Íslands !!! Er þetta ekki tvískinnungur ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.